35 • Hlustun 30. Nemendur hlusta á textana á bls. 51 og skiptast svo á að lesa þá upphátt. Tryggið að allir skilji um hvað þeir fjalla. Munið að leyfa nemendum að nota þýðingarforrit þegar þörf krefur. • Notið tækifærið og segið nemendum frá íslenska skólakerfinu en einföld útskýring er gefin í rammanum merktur „Vissir þú?“ • Í lokin vinna nemendur í pörum eða hópum og svara og spyrja þeirra spurninga sem eru neðst á síðu 51. Verkefnabók bls. 48–49 • Hlustunaræfing 19. Nemendur hlusta á samtalið og skrifa upplýsingarnar sem þau heyra á línurnar. Endurspilið verkefnið eftir þörfum. Þetta er sama samtal og er á bls. 50 í lesbók svo þau geta stuðst við það ef þeim finnst erfitt að muna hvað sagt var. Að lokum eiga þau að skrifa sambærilegt um sig sjálf (eða einhverja skáldaða persónu) og teikna af sér mynd. • Hlustunaræfing 20. Nemendur hlusta og fylla inn í eyðurnar rétta raðtölu. Hugmyndir • Finnið mynd af bekk til að sitja á annars vegar og bekkjarmynd af bekk hins vegar og sýnið nemendum. Útskýrið að orðið bekkur getur þýtt hvort tveggja. Mörg orð í íslensku geta haft fleiri en eina merkingu. • Quizlet með raðtölunum. • Nemendur draga töluspjöld og æfa sig að segja raðtöluna. • Minnispil með tölustöfum. Notuð eru tvö spjöld af hverjum tölustaf og þegar nemandi flettir spjaldinu á hann að segja tölurnar upphátt. • Spilið Tvenna 1-2-3. Nemendur æfa sig að segja raðtöluna. Spilið er hægt að nálgast í ýmsum verslunum en einnig er möguleiki að útbúa sjálf spilið og finna má leiðbeiningar á vef Kópavogsbæjar: Fjölmenning og íslenska sem annað mál. Skólastofa Kveikja • Sýnið skyggnu með eftirfarandi spurningum: „Má ég fá …?“, „Skilur þú?“, „Getur þú hjálpað mér?“ o.fl. • Farið yfir þessar spurningar með nemendum áður en þið skoðið lesbókina. Leyfið nemendum að þýða yfir á sitt tungumál ef þeir þurfa og fáið alla nemendur til að spyrja þessara spurninga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=