2885_einmitt1a_klb 1

34 Verkefnabók bls. 46–47 • Nemendur skrifa inn heiti á hlutunum á skólalóðinni undir myndirnar. • Í næsta verkefni eiga nemendur að telja glugga, hurðar, tröppur og fleira á myndinni í lesbókinni og svara spurningunum með heilum setningum. • Eignarfornöfnin bls. 47 eru æfð þar sem nemendur eiga að svara spurningum með heilum málsgreinum og skrifa minn, mín, mitt og þinn, þín, þitt. • Neðst á bls. 47 gefst nemendum tækifæri til að skrifa eigin spurningar og spyrja félaga. Hugmyndir • Farið út á skólalóð og sýnið nemendum hvað er í boði þar. Hjálpið nemendum að læra hvað hlutirnir á skólalóðinni heita. Einnig er hægt að búa til skjal, eins konar gátlista eða bingóspjald með orðum. Nemendur merkja svo við orðin ef þeir sjá viðkomandi hluti á skólalóðinni. Geta einnig skrifað hversu marga slíka hluti þeir sjá. • Nemendur fara út, ganga hringinn í kringum skólann og telja hurðir, glugga og tröppur. • Nemendur taka myndir af umhverfinu í kringum skólann og skrifa nokkrar málsgreinar um hverja mynd. Þeir kynna svo verkefnið fyrir félögum sínum. Verkefnið getur verið dýpkað með því að kenna þeim orðin „fallegt“ og „ljótt“ eða „lítið“ og „stórt“ fyrir fram (eða önnur lýsingarorð) og þeir eiga að taka myndir af því sem þeim finnst fallegt annars vegar og ljótt hins vegar eða haga verkefninu í samræmi við þau orð sem voru valin. Í hvaða bekk ert þú? Kveikja • Skoðið lykilorðin og setningarnar á fremstu opnu kaflans. Hvað halda nemendur að þau þýði? Lesbók bls. 50–51 • Hlustun 29. Nemendur hlusta á samtalið, lesa það síðan upphátt til skiptis og svara spurningunum munnlega. • Útskýrið raðtölur fyrir nemendum. „Áttundi bekkur“, „ég er í áttunda bekk“ o.s.frv. • Gott er að æfa þetta munnlega og skriflega. Athugið að margir nemendur rugla saman „sjötti“ og „sjöundi.“ • Hvetjið nemendur til að segja: „Ég er í … bekk.“ Ef allir eru í sama bekk má gefa þeim miða sem á standa raðtölur og mismunandi bekkir svo þau æfist í að nota mismunandi raðtölur. Reynið að fá alla til að tjá sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=