33 Skólinn 5 Markmið 5. kafla eru … • að nemendur læri raðtölur • að nemendur læri að segja: Má ég fá … ? Má ég vera með …? Má ég fara á klósettið? Geturðu rétt mér …? Gjörðu svo vel! Getur þú hjálpað mér? Hvað ert þú að gera? • að nemendur læri orðaforða tengdan skólastofunni og skólalóðinni • að nemendur læri eignarfornöfn Skólalóð Kveikja • Varpið upp myndinni af skólalóðinni bls. 48-49 í rafbók. Ræðið myndina við nemendur og fáið þá til að rifja upp þau orð sem þeir hafa þegar lært. Lesbók bls. 48–49 • Skoðið myndina af skólalóðinni vel og spyrjið nemendur: „Hvað eru krakkarnir á myndinni að gera?“ „Hvað eru margir í fótbolta og körfubolta?“ • Hlustun 28. Nemendur hlusta á samtölin og lesa þau síðan. • Gefið þeim tækifæri til að endurtaka og skrifa niður ný orð og nota þau í setningum, t.d. „Það eru fjórir krakkar í fótbolta“, „þarna eru krakkar að tala saman“. Skoðið skólabygginguna: „Hvað eru margir gluggar á henni?“ „En hurðir?“o.s.frv. • Leyfið nemendum að æfa sig að segja: „Viltu vera með í …?“ og „Má ég vera með í …?“ • Ræðið hvað sé sameiginlegt eða ólíkt með skólalóðinni á myndinni annars vegar og skólalóðinni í skóla nemendanna hins vegar. • Kynnið fyrir nemendum eignarfornöfnin minn, mín, mitt og þinn, þín, þitt. Gefið dæmi, t.d. skólataskan mín, boltinn minn. Athugið að orðin eru lituð eftir kynjum í samantekt sem ætti að gera nemendum auðveldara að læra kyn nafnorða. Tilvalið er að rifja upp orðin sem þau hafa nú þegar lært og bæta minn, mín, mitt fyrir aftan þau.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=