2885_einmitt1a_klb 1

29 Hugmyndir • Nemendur búa til veggspjald af klukkum sem sýna tíma í mismunandi löndum. Skoða mætti hvaða lönd eru á sama tímabelti. • Setjið upp nokkrar klukkur (t.d. gamlar vekjaraklukkur) í skólastofunni og stillið þær á mismunandi tíma. Merkið hverja klukku með því landi sem tíminn á við. Vikudagar Kveikja • Skrifið á töfluna mánu ______ þriðju ________miðviku________ fimmtu_____ og látið nemendur giska hvaða orð eigi að vera á línunum. Nemendur fylla í eyðurnar og skrifið svo nöfn daganna sem vantar. Lesbók bls. 41-43 • Hlustun 27. Skoðið mynd á bls. 41 og ræðið hana við nemendur. Hvað er að gerast á myndinni? Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir ykkur? • Útskýrið „í dag“, „í gær“ og „á morgun“. • Útskýrið að laugardagur og sunnudagur sé „helgi“. • Takið fyrir „klukkan hvað“ og „hvenær“. Búið til nokkur dæmi til útskýringar og nemendur æfa sig að búa til spurningar með þessum orðum. • Tölum saman: Hvetjið nemendur til að spyrja hvert annað spurninganna. Hér eru bæði spurningar um klukkuna og dagana. • Skoðið með nemendum samantekt á bls. 42-43 til að rifja upp helsta orðaforða og málnotkun í kaflanum. Verkefnabók bls. 41 • Nemendur skrifa dagana í réttri röð. • Nemendur svara spurningum um hvaða dagur sé í dag, í gær og á morgun í heilum setningum. • Dagurinn minn: Frjáls ritun, nemendur skrifa samfelldan texta um einn dag í lífi sínu þ.e. hvenær þau vakna, fara í skólann o.s.frv. Hvetjið þau til að nýta allan þann orðaforða sem þau hafa lært til þessa í rituninni. Hugmyndir • Í skólastofunni er æskilegt að hafa dagsetningu hvers dags sýnilega t.d. á töflu eða vegg, þ.e.a.s. vikudagur og dagsetning. Til dæmis er hægt að plasta hvern og einn vikudag og festa segul á spjaldið. Þá er auðvelt að breyta um dag á hverjum degi á töflunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=