28 • Útbúið miða eða spjöld með tíma, t.d. 14:25, 03:15, og nemendur eiga að draga og segja hvað klukkan sé. • Búið til eða finnið Kahoot um klukkuna. Einnig mætti nýta forritið Klukkan á midstodmenntunar.is • Klukkuspil frá MMS til útprentunar. • Gaman er að láta nemendur bera saman hvernig sagt er hvað klukkan er á ólíkum tungumálum. Dagur og nótt Kveikja • Varpið upp mynd þar sem orðin morgunn, dagur, kvöld og nótt er skilgreind út frá sólinni. Æfið og endurtakið orðin. Hægt að prenta út og hafa uppi á vegg í kennslustofunni. • Ræðið að þegar morgunn er á Íslandi, geti verið dagur, kvöld eða nótt í öðrum löndum. Lesbók bls. 40 • Skoðið teiknimyndasöguna um Elenu og hvetjið nemendur til að svara spurningunum fyrir neðan. • Nemendur æfa sig að segja klukkan hvað þeir vakna, fara í skólann, hvenær skólinn er búinn, hvenær þeir borða kvöldmat og fara að sofa. Tengið orðin morgunn, dagur, kvöld og nótt við tímann. • Kynnið orðin vakandi (að vaka) og sofandi (að sofa) á leikrænan hátt. Verkefnabók bls. 40 • Nemendur gera verkefni í verkefnabók þar sem þeir svara spurningum skriflega. Gott er að vera búin að æfa svörin munnlega fyrst svo auðveldara sé að skrifa þau. Ætlast er til að nemendur svari með heilli málsgrein. • Spurt er um hvað klukkan sé í Víetnam og New York en einnig er hægt að kynna sér hvað klukkan er í fleiri löndum, t.d. í löndunum þaðan sem nemendur koma eða lönd sem þeir þekkja (leitarorð á netinu: Time in …). Ræða má hvort þar sé morgunn, dagur, kvöld eða nótt. • Hlustunaræfing 18. Nemendur hlusta og skrifa inn réttan tíma bæði á tölvuklukku og skífuklukku. Gott er að skrifa á tölvuklukkuna á meðan hlustunin er í gangi og teikna svo inn á skífuklukkuna eftir á.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=