27 Hugmyndir • Kynning. Nemendur kynna félaga og geta notað punktana úr „Tölum saman“ bls. 37 í lesbók. • Nemendur velja sér tvær persónur úr bókinni og kynna þær. • Mjög skemmtilegt er að nota forritið Padlet (padlet.com) til að búa til rafræna korktöflu. Þar eru inni bæði Íslandskort og heimskort og nemendur geta staðsett sig á kortinu og sett inn hlekki, myndir og upplýsingar. Hægt er að nota þessa hugmynd hér og eins í kaflanum Hvaðan ert þú? Hvað er klukkan? Kveikja • Varpið upp mynd af klukkum og spyrjið: Hvað er klukkan? • Spilið eða syngið lagið Meistari Jakob, jafnvel á mörgum tungumálum. Finna má lagið á Spotify. Kannið hvort nemendur kunni textann á sínu tungumáli. Hægt er að finna textann á mörgum tungumálum t.d. á vefsíðunni Börn og tónlist (slá inn leitarorðið Meistari Jakob). Lesbók bls. 38–39 • Skoðið myndina af klukkunni í bókinni. Kennið nemendum að segja „Hvað er klukkan?“ Bendið á að tölurnar eru sagðar í hvorugkyni þótt orðið klukka sé kvenkyn „Hún er eitt, tvö …“ Æfið þetta með nemendum. • Útskýrið „í og yfir“, „korter“ og „hálf“. Margir nemendur eiga erfitt með að skilja „hálf“ og því þarf að útskýra það sérstaklega vel. Kennið líka „klukkuna vantar …“ • Hlustun 26 bls. 39. Nemendur hlusta og lesa síðan texta við hverja klukku. • Neðst á síðu 39 er munnlegt verkefni með myndum af klukkum. Hvetjið nemendur til æfa sig að spyrja hver annan og segja hvað klukkan er. Verkefnabók bls. 39 • Tengiverkefni. Nemendur tengja málsgreinar við rétta mynd af klukkum. • Verkefni þar sem nemendur skrifa hvað klukkan er í heilum setningum. Hugmyndir • Gott er að hafa klukku þar sem hægt er að stilla vísana og leyfa nemendum að æfa sig. Einnig er hægt að teikna klukku á töfluna eða varpa upp mynd af klukku og fá nemendur til teikna réttan tíma inn á hana eða segja hvað klukkan er.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=