26 Hugmyndir • Látið nemendur raða sér í röð eftir aldri eða í hvaða mánuði þeir eru fæddir, allir sem eru fæddir í janúar fara fremst svo febrúar o.s.frv. Nemendur geta gert þetta með látbragði án þess að tala. Einnig væri hægt að raða sér eftir stafrófsröð. Skipta mætti hópnum í tvennt ef hann er stór og hafa keppni um hvor hópurinn sé fljótari að raða sér upp. Hvar átt þú heima? Kveikja • Sýnið nemendum Íslandskort. Biðjið nemendur um að segja hvert þeir hafa komið og sýna það á kortinu. Lesbók bls. 36–37 • Skoðið kortið í bókinni á bls. 36–37 og farið yfir orðin norður, suður, austur, vestur. • Bendið á að bæði er hægt að segja „ég á heima“ og „ég bý“. • Hlustun 25. Nemendur hlusta á upplýsingar um persónurnar geta síðan skipst á að lesa þær. • Biðjið nemendur um að segja hvar þeir eiga heima á landinu ásamt því að segja heimilisfangið sitt. • Tölum saman. Nemendur segja frá sér og nýta allt sem þeir hafa nú þegar lært: Ég heiti …, ég er … ára, ég er frá …, ég tala …, ég kann …, ég á heima … Einnig er hægt að bæta við kennitölu og símanúmeri. Ef nemendur vilja ekki gefa upp sínar persónulegu upplýsingar er hægt að velja eina af persónunum á blaðsíðunum og skálda í eyðurnar. Aðalatriðið er tjáningin og að nota orð og orðalag sem búið er að leggja inn. Verkefnabók bls. 37–38 • Nemendur skrifa sitt eigið heimilisfang en tala svo við samnemendur og skrifa í rammana nöfn þeirra, aldur, heimilisföng og símanúmer. Mikilvægt er að nemendur spyrji í heilum setningum: Hvað heitir þú? Hvað ert þú gamall/gömul/ gamalt? Hvar áttu heima? Hvert er símanúmerið þitt? • Hlustunaræfing 17. Nemendur hlusta og tengja nöfn við réttan aldur og staði. • Íslandskort. Nemendur merkja staði inn á kortið. Hægt er að nota lesbókina til stuðnings.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=