22 Kennarinn heldur áfram þangað til búið er að stroka út allar tölurnar (skrifaðar) og nemendur eru búnir að segja allar tölurnar. Nemendur heyra tölurnar aftur og aftur og þannig festast þær mjög vel í minni. • Hlustun 17 bls. 31. Hér eru tugirnir lagðir inn og æfðir. • Hlustun 18. Nemendur hlusta á bingótölur (BINGÓ og TÖLUR) lesnar upp og endurtaka þær. • Kastið tengingum. Hver er summan? • Til að æfa tölurnar 1-6 er hægt að nota tening. Hver nemandi kastar teningi og segir hver talan er. Þegar allir eru með tölurnar 1-6 á hreinu er hægt að bæta við teningi og æfa 1-12, enda jafnvel á þremur eða fjórum teningum. • Þegar unnið er með tvo tenginga má biðja nemendur um að draga lægri töluna frá hærri tölunni og jafnvel margfalda tölurnar tvær. Gott að æfa í pörum eða litlum hópum. • Hér má leggja inn orðin plús, mínus, sinnum, summa, sama sem og jafnt og. Verkefnabók bls. 31–32 • Nemendur vinna verkefni í verkefnabók, skrifa tölur bæði með bókstöfum og tölustöfum. Einnig eru eyðufyllingar og tengiverkefni. • Hlustunaræfing 9. Nemendur hlusta og skrifa rétta tölu. • Tugirnir bls. 32. Nemendur skrifa rétta tugi með tölustöfum. • Eyðufylling. Nemendur skrifa tölurnar sem vantar í eyðurnar með bókstöfum. • Tengiverkefni. Tölustafir eru tengdir við réttar tölur skrifaðar með bókstöfum. • Hlustunaræfing 10 og 11. Bingó (PARÍS og ÞYRLA): Nemendur hlusta og merkja við/ krossa yfir þær tölur sem þeir heyra. Athugið að ekki eru allar tölurnar á bingóspjöldunum lesnar upp. Hér æfa nemendur sig bæði í því að hlusta eftir tölum og bókstöfum. Í lokin kemur í ljós heil röð og nemendur geta kallað bingó! Hugmyndir • Teningaspil. Nemendur kasta fjórum teningum, leggja saman tölurnar sem koma upp, skrifa þær niður og svo gerir næsti. Þegar kemur að annarri umferð kasta nemendur aftur teningunum og leggja töluna saman við summuna sem þeir fengu síðast. Sá vinnur sem fyrstur fær 500 eða 1000 stig. Hér er mikilvægt að nemendur æfi sig að segja tölurnar upphátt. Hægt er að spila spilið í pörum eða hóp og skrifa niður stigin. • Slönguspil/Lúdó eða önnur einföld spil sem krefjast þess að talið sé upphátt. • BINGÓ. Það er góð hugmynd að nemendur skiptist á að lesa upp tölurnar sem koma upp. Hægt er að prenta út bingóspjöld af netinu og velja að spila með fyrstu 25 tölunum, fyrstu 50 tölunum o.s.frv. (Munið að það er alltaf gaman að hafa einhver smá verðlaun í Bingó).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=