20 Lesbók bls. 26–27 Sagnorð • Kynnið fyrir nemendum hugtakið sagnorð og leyfið þeim að finna merkingu orðsins á sínu tungumáli. • Hvetjið nemendur til að finna sagnorð úr textanum og skrifið þau á töfluna. Leyfið ef til vill nemendum að finna fleiri orð með því að nota þýðingarforrit. • Með eldri nemendum er gott að skoða sérstaklega sagnorðin að heita, að segja, að tala og að skilja og útskýra sagnorðabeygingar. • Sýnið nemendum hvernig endingar sagnorða fylgja persónufornöfnum: þú heitir, segir, talar, skilur og við heitum, segjum, tölum og skiljum. Hér er mikilvægast að nemendur skilji að um sama orðið sé að ræða þó svo það sé beygt á ýmsa vegu. Verkefnabók bls. 28–29 Sagnorð • Nemendur vinna verkefni með sögnunum að vera, að tala, að heita og að segja. Fylla orðin inn í réttri mynd. Leyfið nemendum að hafa lesbókina til hliðsjónar. Lesbók bls. 27 Spurnarorð • Kynnið spurnarorðin hvað, hvaðan, hvaða, hver, hvernig og skoðið þau í samhengi við spurningarnar sem þau hafa verið að svara í köflum 1-3. • Vekið athygli á því að spurnarorðin eru skrifuð með hv en ekki kv. • Hvetjið nemendur til að búa til spurningar með þessum orðum og spyrja hvert annað. Verkefnabók bls. 30 Spurnarorð • Hvað – hvaða – hvaðan – hver – hvernig. Nemendur setja inn rétt spurnarorð annars vegar og búa til spurningar hins vegar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=