18 Verkefnabók bls. 22–24 • Nemendur fylla inn í það sem vantar í fyrsta verkefninu en eiga svo að búa til allan textann fyrir hinar persónurnar. Hafa má textann í lesbókinni til hliðsjónar. • Nemendur skrifa texta um Gabrielu – setja textann í rammanum í 3. persónu frásögn. Ekki er þörf á að leggja mikla áherslu á málfræðina, aðalatriðið er að nemendur spreyti sig á að skrifa textann. • Ritun bls. 23. Nemendur skrifa texta um sig sjálfa. Ef þeir vilja það ekki er hægt að skálda eða skrifa um einhvern annan. • Glósur bls. 23. Nemendur glósa orð á sínu tungumáli, bæta við orðum eftir þörfum. • Ritun bls. 24. Hér eru ritunarverkefni þar sem nemendur eiga að skrifa fyrst um tvær persónur úr lesbókinni (Kári og Árni) en svo eiga þeir að búa til lýsingu á nýjum persónum. Nemendur geta t.d. skrifað um vini sína eða einhverja sem þeir þekkja. Hvetjið nemendur til að nota allan þann orðaforða sem þeir hafa lært og skrifa eins mikið og þeir geta. • Nemendur fylla út sjálfsmat á bls. 25. Ef þeir telja sig þurfa frekari þjálfun þarf að aðstoða þá til að finna leiðir til þess (t.d. með Quizlet eða spilum). Hugmyndir • Kynningar: Nemendur búa til stuttar munnlegar kynningar um hvert annað eða sig sjálfa. Nemendur velja sér einhverja fræga persónu og búa til kynningu um hana í sama dúr og er í bókinni. • Persónufornöfn: Prentið út myndir sem tengjast persónufornöfnum eða varpið þeim á skjá. Nemendur geta dregið myndir og sagt hvaða persónufornafn á við. Einnig er hægt að nota myndirnar til að æfa nemendur í frekari orðaforða. Til dæmis: Þetta er maður, hann heitir … og hann kann að … (Nemendur búa til nöfn sjálfir). • Búið til renninga með spurningum úr bókinni og plastið. Hvað heitir þú? Hvað segir þú gott? Hvaðan ert þú? Hvaða tungumál talar þú? Hvernig stafar þú nafnið þitt? Spilar þú á hljóðfæri? Látið nemendur draga renning og svara spurningunni. Hægt er að nota þetta og bæta svo alltaf í safnið eftir því sem orðaforðinn eykst og nota þetta aftur og aftur til að rifja upp. Könnun úr 3. kafla Fylgiskjöl • Persónufornöfn – táknmyndir • Persónufornöfn – táknmyndir – Veggspjald A3 • Persónufornöfn – orð og myndir • Áhugamál – orð og myndir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=