16 • Nemendur svara spurningunni „Hvaðan ert þú?“ og skrifa í talblöðrur fyrir persónurnar neðst á síðu 18, geta stuðst við bls. 18-19 í lesbók. • Ég – við, bls. 19. Nemendur fylla í eyðurnar eftir því sem við á. • Heimskort bls. 19. Nemendur vinna saman í pörum eða hópum og segja frá hvaða landi þau koma. Sum geta jafnvel merkt inn lönd sem þau hafa komið til með einum lit, lönd sem þau langar að koma til með öðrum lit og lönd sem hinir í hópnum hafa komið til með enn öðrum lit. Hugmyndir • Heimskort: Hægt er að útbúa heimskort til að hafa í stofunni þar sem nemendur merkja inn löndin sem þau koma frá. Hvaða tungumál talar þú? Kveikja • Útbúið og sýnið skyggnu með orðinu „velkomin“ á mismunandi tungumálum og gætið þess að tungumál allra nemenda séu á listanum. Bendið á fjölbreytileika tungumála, leturs og stafrófa. Sýnið jafnvel mismunandi leturgerðir og stafróf þeirra landa sem nemendur koma frá. Lesbók bls. 20–21 • Hér er aðaláherslan á tungumálin en einnig á áhugamál og tómstundir (ég kann að …). • Hlustun 11 og 12. Nemendur hlusta á samtölin lesa þau síðan upphátt. • Leyfið nemendum að þýða þau orð sem þau þekkja ekki á sitt tungumál og finna íslensk orð yfir sín áhugamál. Mikilvægt er að nýta tækifærið til að læra önnur orð en eru í bókinni til að segja frá persónulegum áhugamálum. (Ítarlegri kafli um áhugamál er í bók 1b). • Tölum saman. Nemendur spyrja hvert annað spurninganna neðst á bls. 21. Þeir geta fundið einstök orð í netorðabókum. Mikilvægt er að nemendur svari spurningum með heilum setningum. Verkefnabók bls. 20–21 • Hlustunaræfing 8. Nemendur hlusta og tengja svo setningar sem eiga saman í eina málsgrein. • Spyrjið félaga og skrifið: Nemendur taka viðtal við félaga og skrifa niður svörin. Síðasta línan er ætluð spurningu sem þau búa til sjálf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=