15 Heimurinn 3 Markmið 3. kafla eru ... • að nemendur læri að segja hvaðan þau eru og hvaða tungumál þau tala ásamt því að kunna nöfnin á fleiri löndum og tungumálum • að nemendur læri persónufornöfnin hann, hún, hán, það, við, þið, þeir, þær, þau • að nemendur læri spurnarfornöfnin hvaðan, hvaða, hver, hvar • að nemendur æfi sagnirnar að koma, að vera, kunna, koma, spila, hlusta, dansa, syngja, tefla, drekka, mála • að nemendur auki við orðaforða sem hjálpar þeim í samræðum, t.d. að tjá á einfaldan hátt hvað þau kunna að gera Hvaðan ert þú? Kveikja • Skrifið á töfluna: Land = Ísland, Kína, Úkraína. Tungumál: íslenska, kínverska, úkraínska til að útskýra orðin land og tungumál (eða notið önnur lönd og tungumál). • Varpið upp mynd af heimskorti og ræðið við nemendur um lönd og tungumál. Í heiminum eru um það bil 200 lönd en tungumál heimsins eru á milli 5000–6000. Í sumum löndum eru töluð mörg tungumál. Lesbók bls. 18–19 • Hlustun 10. Skoðið kortið á bls. 18 – 19 í bókinni og hlustið á samtölin. Fáið nemendur til að segja hvaðan þau koma ef þau vilja. (Athugið að þetta getur verið viðkvæmt mál fyrir suma). Flestum finnst gaman að segja frá því hvaðan þau koma og að sýna til hvaða landa þau hafa komið. • Útskýrið eftirfarandi orðalag: Ég kem frá ..., ég er frá …, ég fæddist í ... • Rifjið upp orðin „ég“ og „þú“ og bætið við orðunum „við“ og „þið“. • Bendið á beyginguna á sögninni að koma: ég kem - þú/hann/hún/hán ... kemur - við komum. Verkefnabók bls. 18-19 • Krossgáta bls. 18. Nemendur gera krossgátu út frá textanum í lesbókinni. Svörin við spurningunum eiga að fara inn í krossgátuna. Hægt er að styðjast við kortið á bls. 18-19 til að finna réttu svörin.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=