2885_einmitt1a_klb 1

13 Hugmyndir • Hengimann á töflunni. Kennari/nemandi velur orð og teiknar jafn mörg strik á töfluna og jafngilda bókstöfum orðsins. Svo eiga nemendur að giska á hvaða bókstafir eru í orðinu. Hægt er að teikna snjókarl í stað gálga. Teiknaður er heill snjókarl í upphafi og þegar nemendur nefna rangan bókstaf er hluti hans strokaður út. Þegar allur snjókarlinn er „bráðnaður“ hefur sá sem valdi orðið unnið. Leikurinn æfir nemendur í að segja heiti bókstafanna. Sérhljóðar Kveikja • Útbúið nokkur spjöld með sérhljóðarunum (aaa-eee-uuu-ííí) og byrjið á því að lesa af einu þeirra hægt og rólega og svo hraðar og hraðar. Biðjið nemendur um að draga eitt spjald og gera það sama, leiðrétta svo hvert annað ef einhver gerir villu. Þetta finnst nemendum oft fyndið og skemmtilegt, sérstaklega þegar þau gera þetta mjög hratt. Lesbók bls. 14 • Hlustun 8. Nemendur hlusta á hvern sérhljóða og endurtaka. Sýnið myndina af stöðu munnsins þegar nemendur segja hljóðin og biðjið þá að æfa sig. Stundum er gott að hafa spegil svo nemendur geti séð sjálfa sig þegar hljóðin eru borin fram. • Ítrekið að í íslensku berum við y fram eins og i og ý eins og í og farið vel í tvíhljóðin, þau reynast nemendum oft erfið, sérstaklega au. • Æfið sérhljóðarunurnar neðst á síðunni. Verkefnabók bls. 14 • Hlustunaræfing 5. Nemendur hlusta á sérhljóða og skrifa niður réttan bókstaf. • Hlustunaræfing 6. Nemendur fylla rétta sérhljóða í eyður. • Nemendur lita sérhljóðana í töflunni neðst á síðunni. Hugmyndir • Nemendur nota stafaspjöld og flokka þau í sérhljóða og samhljóða. Gæti verið keppni á milli nemenda hver er fyrstur að flokka. • Nemendur skoða orðin sem búið er að læra og finna hversu marga sérhljóða orðin hafa og strika jafnvel undir þá. • Eru einhver orð sem hafa bara sérhljóða?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=