12 Hugmyndir • Látið nemendur raða sér upp eftir stafrófsröð. Bæði hægt að gera eftir fornafni eða eftirnafni. • Allir nemendur fá einn bókstaf, halda á honum svo allir sjái og svo eiga þeir að raða sér í stafrófsröð án þess að segja nokkuð. Ef nemendur eru margir er hægt að skipta í lið og hafa keppni um hvaða lið er fyrst að raða sér upp. • Spil/spjöld með bókstöfum sett á borð hjá nemendum og þeir raða í stafrófsröð. • Látið nemendur raða orðum sem þeir lærðu úr fyrsta kafla í stafrófsröð. Nota mætti myndir eða orðaspjöld. Ágætt er að nota myndir til að athuga hvort nemendur muni orðin. • Nemendur eru með spjöld með bókstöfum og kennari stafar orð. Nemendur geta unnið í pörum, raðað spjöldunum rétt og mynda þannig orð. • Kennið nemendum Stafrófsvísuna eftir Þórarin Eldjárn. • Íslenska stafrófið er til á vefsíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Veggspjald – Stafróf. Að stafa orð Kveikja • Skrifið langt íslenskt orð á töfluna (þarf ekki að vera orð sem nemendur þekkja) og stafið orðið. Skrifið svo nafnið ykkar á töfluna og fáið nemendur til að stafa það. • Fáið nemendur til að stafa nöfnin sín. Lesbók bls. 13 • Hlustun 7. Nemendur hlusta á samtalið og lesa það síðan. • Útskýrið nafn, eftirnafn og fullt nafn. Fáið síðan alla nemendur til að stafa nafnið sitt. Skrifið hvern bókstaf á töfluna um leið og nemandi stafar. Einnig er hægt að láta nemendur skrifa nöfn félaga sinna á töfluna. Þá sést fljótt hvort þeir kunni málhljóðin. • Æfið vel framburð hljóða sem nemendur eiga erfitt með að ná tökum á. • Fáið nemendur til æfa sig að stafa orðin á blaðsíðunni. Verkefnabók bls. 13 • Hlustunaræfing 4. Nemendur hlusta og skrifa orðin sem eru lesin upp. • Hvað heitir þú? Nemendur spyrja hver annan til nafns og hvernig þeir stafi nafnið sitt. Þeir skrifa það niður og kanna svo hvort það sé rétt skrifað.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=