Hlustunaræfingar︱2885 Einmitt! 1a︱© Heiðrún Ólöf Jónsdóttir︱MMS 2024︱ Elena: Hún heitir Nína. En þinn? Stefán: Hann heitir Jens. Elena: Sjáumst! Stefán: Ókei, bæ! Æfing 20 (bls. 49) Hlustið og skrifið raðtölur Í hvaða bekk er Sóley? Hún er í 1. bekk. Í hvaða bekk er Davíð? Hann er í 6. bekk. Karl og Sonja eru í 10. bekk. Óli er kennari í 8. bekk Nína er kennari í 9. bekk. Æfing 21 (bls. 51) Hlustið og merkið við rétt svör Nína kennari: Núna ætlum við að byrja á verkefninu. Segið mér hvað þið þurfið að nota. Hvað vilt þú fá Lena? Lena: Má ég fá reglustiku, liti og skæri? Nína kennari: Já, gjörðu svo vel. En þú Jón, hvað vilt þú fá? Jón: Má ég fá yddara, blýant og strokleður? Kennari: Já, gjörðu svo vel. En Alexander, hvað má bjóða þér? Alexander: Viltu rétta mér landakort, penna og heftara? Kennarinn: Gjörðu svo vel. Alexander: Takk fyrir!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=