Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 8 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur sem felur í sér viðurkenningu á því að börn þurfi sérstaka vernd umfram fullorðna og jafnframt að þau njóti fullgildra réttinda sem sjálfstæðir einstaklingar óháð hinum fullorðnu. Í Barnasáttmálanum er fjallað um ýmis mikilvæg réttindi barna og er hann mikilvægur grunnur að jafnréttisumræðu með börnum. Sáttmálann og ýmis verkefni tengd honum má nálgast á slóðinni www.barnasattmali.is. Það sem er kannski sérstaklega mikilvægt fyrir íslensk börn að læra er annars vegar munurinn á réttindum og forréttindum, og hins vegar að réttindum fylgir sú skylda að virða sömu réttindi annarra. Kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og umræður um hann eru mikilvægur grunnur að jafn- réttisvinnunni enda getur hann opnað augu barnanna bæði fyrir réttindum sínum og fyrir því að ekki njóti allir þessara sömu réttinda. Hugmyndir að verkefnum • Fyrir utan tölvuleikinn Réttindaeyjan , má finna ótal kennsluhugmyndir á síðunni www.barnasattmali. is. Vinna með sáttmálann býður upp á ýmsa möguleika; t.d. mætti brjóta upp skólastarf með mann- réttindadegi eða -viku og jafnvel skipuleggja starfið út frá fjölgreindakenningu Gardners (sjá „fjöl- greindaleika“). • Þá mætti sækja innblástur í nokkrar ljósmyndaraðir sem finna má á netinu (sjá heimildaskrá í lok kaflans): „Where Children Sleep“ eftir James Mollison „Hungry Planet: What the World Eats“ eftir Peter Menzel og Faith D’Alusio „Material World: A Global Family Portrait“ eftir Peter Menzel Búa mætti til sögur um börnin á myndunum, velta fyrir sér hvort einhver mannréttindi séu brotin á þeim eða búa til eigin ljósmyndaraðir (ljósmyndir, teikningar eða klippimyndir). • Reglulega birtast litlir rammar frá Barnaheillum í dagblöðunum. Í þeim eru upplýsingar varðandi mannréttindi barna. Þessum römmum mætti safna í einhvern tíma og ræða svo um hvernig þeir tengjast barnasáttmálanum og lífi nemenda. (Dæmi: Vissir þú að … ofbeldisfullir tölvuleikir hafa áhrif á börn. Fréttablaðið, 23. maí 2013.) Heimildir Fjölgreindakenning Gardners og flokkun verkefna. (án dags.). Sótt 20. febrúar 2013 frá Gullkistan. Heimanám við hæfi.: http://vefir.nams.is/gullkistan/forsida/kenning.htm Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir. (án dags.). Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Vefur um réttindi barna, fyrir börn, unglinga og fullorðna . (Aldís Yngvadóttir o.f.l., ritstjórar) Sótt 20. febrúar 2013 frá http://www.barnasattmali.is/ Popova, M. (án dags.). Material World: A Portrait of the World’s Possessions . Sótt 20. febrúar 2013 frá Brain Pickings: http://www.brainpickings.org/index.php/2011/04/08/material-world-peter-menzel/ Popova, M. (án dags.). Where Children Sleep: James Mollison’s Poignant Photographs . Sótt 20. febrú- ar 2013 frá Brain Pickings: http://www.brainpickings.org/index.php/2011/08/08/where-children-sleep- james-mollison/ Zareva, T. (án dags.). Hungry Planet: How the World Eats, or Doesn’t . Sótt 20. febrúar 2013 frá Brain Pickings: http://www.brainpickings.org/index.php/2009/03/10/hungry-planet/

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=