Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 34 Klámvæðing (e. pornification) Klámvæðing er hugtak sem notað er til að lýsa því þegar klám og vísanir í myndmál, táknmyndir og orðfæri kláms eru notaðar í okkar daglega umhverfi. Klámvæðingin birtist víða til dæmis í aug- lýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og tísku. Þetta hefur leitt til þess að klámfengið efni hefur orðið sýnilegt og smeygt sér inn í hið daglega líf. Smátt og smátt hefur þetta aukið umburðar- lyndi almennings gagnvart slíku efni sem er orðið samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri (jafnretti.is ). Hugmyndir að verkefnum • Safnið blöðum og tímaritum í eina til tvær vikur, jafnt innlendum sem erlendum. Bekknum er skipt í hópa og fær hver hópur nokkur eintök. Verkefnið er að skoða myndefnið sem birtist í blöðunum eða tímaritunum og klippa út það sem nemendur tengja við klámvæðingu. Dæmi: Auglýsingar sem sýna nekt eða kynferðislegar stellingar, fatnaður eða svipbrigði. Hópar greina frá niðurstöðum og þær eru ræddar. • Heiti potturinn. Kennarinn býður nemendum að skrifa spurningar á blað um hvaðeina sem þeir vilja vita í sambandi við kynferðismál, kynlíf og klám og stinga í kassa eða annað ílát með rifu á. Safna mætti spurningum í ákveðinn tíma og gera svo ráð fyrir að þeim sé svarað í tíma í framhaldi af því. • Til að auðvelda nemendum að átta sig á klámi og fordæma það má biðja þá að skrifa svar við spurn- ingunni: Hvað er klám? á einn miða og svar við spurningunni: Hvað er slæmt við klám? á annan miða. Þeir koma upp og festa upp miðana í hvorum flokki. Niðurstöðurnar eru ræddar og ranghug- myndir leiðréttar ef þurfa þykir. Síðan má fara í leik þar sem nemendur fá hver sína blöðru og spotta. Blöðrurnar eru blásnar upp og nemendur skrifa það sem þeim finnst slæmt við klám á sína blöðru. Því næst binda þeir blöðruna við annan ökklann og „traðka“ á klámi með því að reyna að sprengja blöðrurnar hver fyrir öðrum. • Bjóða mætti foreldrum upp á fræðslukvöld, án barnanna, þar sem rætt væri um skaðleg áhrif kláms á börn. Á síðunni Stop Porn Culture ( http://stoppornculture.org/ ) er tilbúinn fyrirlestur og glærusýn- ing sem mætti nýta. Fyrirlesturinn er vistaður undir Activism and Projects og er á undirsíðunni Become a Speaker . Á síðunni er hægt að velja á milli þriggja fyrirlestra. Þeir eru á ensku en það ætti að vera fljótgert að snara einum þeirra yfir á íslensku. Þá mætti jafnvel athuga að leita til fyrirlesara s.s. kynlífsfræðings, sérfræðings í netöryggismálum barna, kynjafræðings eða jafnréttisfulltrúa. • Ítarefni fyrir kennarann: í möppunni Jafnretti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube eru nokkur myndbönd sem fjalla um hlutgervingu og klámvæðingu. Heimildir Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. (2012). Fáðu já! Sótt 5. október 2013 frá Fáðu já: http://faduja.is/ Daubney, M. (25. september 2013). Experiment that convinced me online porn is the most pernicious threat facing children today . Sótt 5. október 2013 frá The Daily Mail: http://www.dailymail.co.uk/fem- ail/article-2432591/Porn-pernicious-threat-facing-children-today-By-ex-lads-mag-editor-MARTIN- DAUBNEY.html Dines, G. (án dags.). Heimasíða Gail Dines. Sótt 5. október 2013 frá: http://gaildines.com/ Duell, M. (8. janúar 2013). “F**k this life . Sótt 5. október 2013 frá The Daily Mail: http://www.dailymail. co.uk/news/article-2259202/Chevonea-Kendall-Bryan-Schoolgirl-13-plunged-60ft-death-rumours- sex-video.html
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=