Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 33 Kristín og Einar / Ást og kynlíf Kynhvöt barnanna byrjar að öllu jöfnu að vakna á þeim aldri sem þau eru á miðstigi. Fyrr hjá sumum og síðar hjá öðrum. Sum eru óviss um kynhneigð sína. Það skiptir gríðarlegu máli að uppræta staðalí- myndir af kynhneigð til að koma í veg fyrir að nemendur þroski með sér gamaldags ranghugmyndir og fordóma. Rannsóknir sýna að börnin reyna oft að svala forvitni sinni um kynhegðun og kynlíf á netinu og lenda því oftar en ekki á klámsíðum. Sístækkandi hópur drengja, allt niður í ellefu ára, horfir daglega á klám og á jafnvel á hættu að ánetjast því. Klámið er ekki einangrað við tölvurnar heldur hefur það smitast út í samfélagið á margan hátt. Fram- leiðendur efnisins eru áhrifamikið fólk sem kemur líka að margskonar annarri framleiðslu. Við fram- leiðslu á bíó- og sjónvarpsmyndum, tónlistarmyndböndum og auglýsingum er sífellt verið að þrýsta á þolmörkin til að vekja sem mesta athygli og þá er gjarnan klám eða tilvísanir í það nýttar til þess. Þannig hefur klámvæðingin náð að smeygja sér inn í okkar daglega líf með einum eða öðrum hætti. Í dag kippum við okkur orðið lítið eða ekkert upp við myndir í miðlum sem hefðu aldrei fengið að sjást fyrir nokkrum árum síðan, nema þá helst í klámblaði. Um leið verður sjálft klámið grófara og ofbeldisfyllra. Hlutgerving (e. objectification) Með hlutgervingu eru mannlegir eiginleikar einstaklings gerðir að engu og hann verður að hlut eða viljalausu verkfæri til að uppfylla þarfir annarra. Hlutgerði einstaklingurinn er yfirleitt kona. Hlutgerv- ingar eru augljósastar í auglýsingum og afþreyingarefni. Nokkur einkenni hlutgervingar: • Hlutgerðum einstaklingi má auðveldlega skipta út fyrir aðra hluti eða hlutgerða einstaklinga. • Komið er fram við einstaklinginn sem ósjálfstæðan eða ósjálfráða. • Eðlileg mörk einstaklingsins eru ekki virt. • Ekki er tekið tillit til tilfinninga einstaklingsins eða jafnvel látið eins og þær séu ekki til staðar. • Gert er ráð fyrir að einstaklinginn skorti frumkvæði og hann sé óvirkur. • Einstaklingurinn er eign annarra og getur jafnvel gengið kaupum og sölum. • Gildi einstaklingsins einskorðast við líkama hans eða líkamshluta og er beintengt útliti hans. • Rödd einstaklingsins er þögguð eða hann skortir hæfni til að tjá sig. • Tilgangur einstaklingsins er að uppfylla þarfir annarra. Hlutgervingar í auglýsingum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=