Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 30 Barnaþrælkun / Yaya / Halima Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna telst það vera barnaþrælkun ef börn þurfa að vinna þannig að það komi í veg fyrir að þau njóti réttinda sinna til náms og frístunda, sérstaklega þegar vinnan er hættuleg andlegri eða líkamlegri heilsu þeirra. Það hefur löngum tíðkast að nýta starfskrafta barna en smám saman hefur löggjöf eflst og vitund fólks vaknað fyrir hættunni sem fylgir því. Þó svo að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn barnaþrælkun viðgengst hún enn um allan heim. Börn frá fátækari löndum heims eru í meiri hættu á að vera hneppt í þrældóm. Barnaþrælkun er vanda- mál sem kemur okkur öllum við. Um þriðjungur fjórtán ára barna í Afríku sunnan Sahara býr við barnaþrælkun. 73 milljónir barna undir tíu ára aldri vinna. 69% allrar vinnu í landbúnaði, fiskiðnaði og skógrækt er unnin af börnum. Saga Halimu er unnin upp úr viðtali við hana frá 9. nóvember 2006 af Institute for Global Labour and Human Rights. Ef börnin hafa áhyggjur af Halimu má segja þeim frá því að samtökin sem tóku viðtalið við hana aðstoðuðu hana við að komast í skóla: „After this interview in 2006, we rescued then 11-year-old Halima from the Harvest Rich factory in Bangladesh. Her family is extremely poor — her dad is a bicycle rickshaw driver — but they really wanted her to have the chance to get an education. With contributions from a professor in Ohio, United States, we sent her back to school. She is doing very well in school now.“ (sjá í umræðuþráð neðan við viðtalið á YouTube). Hugmyndir að verkefnum • Ræðið út frá sögunum þremur í nemendabók gegn hvaða réttindum hefur verið brotið. • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube má finna myndböndin: No Child Should Ever Be For Sale (nr. 21 og 22), Understanding the 3D’s of Child Labour (nr. 23), Walk Free (nr. 32) og saga Halimu (nr. 26). Sýnið nemendum og ræðið. • Ræðið hvað það er sem við getum gert til að koma í veg fyrir barnaþrælkun. • Sendið bréf til íslenskra sælgætisframleiðenda og hvetjið þá til að kaupa kakó sem hefur verið vottað að sé framleitt án aðkomu barnaþræla. Nýtið um leið tækifærið til að ræða með nemendum um það hvaða mátt neytendur geta haft með því að t.d. sniðganga vöru, með opinberri umræðu eða þrýstihópum. • Ítarefni fyrir kennarann: Upplýsingar um Institute for Global Labour and Human Rights má finna hér: http://www.globallabourrights.org/reports?id=0136 . Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir eru nokkur myndbönd sem fjalla um barnaþrælkun og baráttuna gegn henni. Heimildir Institute for Global Labour and Human Rights. (9. nóvember 2006). Child Labor: 11 year-old Halima sews clothing for Hanes . Sótt 2. nóvember 2013 frá YouTube: Walk Free. (án dags.). Walk Free . Sótt 2. nóvember 2013 frá Walk Free: http://www.walkfree.org/ World Vision. (án dags.). No Child For Sale . Sótt 2. nóvember 2013 frá No Child For Sale: http://nochildforsale.ca/#/
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=