Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 27 Baráttan gegn nýlendustefnu og fyrir rétti frumbyggja – Mohandas Karamchand „Mahatma“ Gandhi / Ellen Í mannkynssögunni má finna mýmörg dæmi um tilraunir þjóða til að stækka yfirráðasvæði sitt með töku nýlendna. Hugtakið nýlenduhyggja (e. colonialism) er því hvorki staðbundið né bundið ákveðnu tímabili í sjálfu sér. Við upphaf 16. aldar urðu þó framfarir í siglingafræði og skipasmíði til þess að hrinda af stað um 400 ára skeiði umfangsmestu nýlendutöku sögunnar. Evrópuþjóðir lögðu undir sig stærsta hluta Ameríku og Ástralíu, auk hluta Asíu og Afríku. Þá voru nokkar nýlendur innan Evrópu sjálfrar. Hugtakið er því yfirleitt notað um umsvif Evrópuþjóða á þessu tímaskeiði. Bandaríkin voru eitt sinn nýlenda. Landið var tekið af fólki sem hafði búið þar lengi áður en Evrópu- menn þóttust hafa fundið Ameríku. Heilar þjóðir og þjóðflokkar voru myrtir eða hraktir í burtu eftir því sem nýlendubúarnir urðu plássfrekari. Nokkrar staðreyndir um Pine Ridge „verndarsvæðið“ • Meðalaldur karlmanna er 44 ár. • Tíðni ungbarnadauða er 300% hærri en meðaltíðni annar staðar í BNA. • 97% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. (Sjá: http://www.republicoflakotah.com/genocide/ ) Hugmyndir að verkefnum • Ræðið gegn hvaða réttindum hefur verið brotið í sögunum um Gandhi og Ellen. • Hvað eru nýlendur? Hvaða fleiri fyrrverandi nýlendur þekkja nemendur? Í kjölfar þessarar umræðu mætti grípa til Hvað-ef-sögunnar og velta fyrir sér hvort lífið á Íslandi væri eitthvað svipað Pine Ridge ef það væri enn undir yfirráðum Dana (í því samhengi mætti líka skoða hvort munur er á aðstæðum á Íslandi og á Grænlandi eða í Færeyjum). • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube eru tvö myndbönd um lífið í Pine Ridge Res- ervation: Stuttur fréttaskýringarþáttur (6:29 mínútur) Diane Sawyer hjá ABCNews, Hidden America: Children of the Plain , er nr. 31 og önnur stutt upptaka af lífinu á „verndarsvæðinu“ er nr. 30. • Athuga mætti hvort einhver grunnskólanna í Pine Ridge vildi gerast vinaskóli ykkar skóla. • Meðal þeirra góðgerðasamtaka sem vinna að bættum kjörum barna í Pine Ridge eru Lakota Children’s Enrichment, Inc . Nemendahópurinn gæti viljað láta gott af sér leiða með einhverjum hætti. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna: http://lakotachildren.org Heimildir Gandhi Research Foundation. (e.d.). About Gandhiji . Sótt 12. mars 2013 frá Gandhi Research Founda- tion: http://www.gandhifoundation.net/about%20gandhi.htm Heimasíða Wounded Knee District School: http://woundedkneeschool.org/index.html Huey, A. (2010). America’s native prisoners of war . Sótt 20. september 2013 frá TEDX Talks: http:// www.ted.com/talks/aaron_huey.html
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=