Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 26 Baráttan gegn kynþáttafordómum Nelson Rolihlahla Mandela / Anna og Ahmad Í orðabókinni Oxford Dictionary eru rasismi eða kynþáttafordómar skilgreindir sem mismunun og for- dómar sem beinast gegn einhverjum af öðrum kynþætti og byggir á þeirri trú að eigin kynþáttur sé yfir aðra hafinn . Í dag ættu flestir að vera meðvitaðir um að þótt orðið „kynþáttafordómar“ gefi í skyn að „kynþættir“ séu til, þá er slík flokkun fólks röng bæði vísindalega og siðferðilega. Við sitjum hins vegar uppi með þetta orð þar til nýtt hefur verið smíðað. Það er sammannleg tilhneiging að vilja samsama sig einhverjum hópi og hugsa um þann hóp sem „okkur“ og alla aðra sem „hina“. Þessir hópar geta verið allt frá litlum hópum, eins og íþróttafélög eða íbúar í ákveðnu bæjarfélagi, og allt upp í að vera heilar þjóðir eða svokallaðir „kynþættir“. Þeir sem standa utan hópsins eru oft álitnir vera ógn og þeir útilokaðir; þeir verða fyrir því sem kallað er „öðrun“. Tortryggni gagnvart ókunnugum og utanaðkomandi hefur einkennt mannleg samfélög frá alda öðli og um alla veröld. Þegar talað er á neikvæðan eða niðrandi hátt um „hina“ um leið og gengið er út frá ágæti eigin hóps þegar kemur að þjóðerni eða kynþætti eru það kynþáttafordómar eða rasismi. Fáir kannast við að vera haldnir slíkum fordómum en trúa samt auðveldlega staðalímyndum um muninn á „okkur“ og „hinum“. Hér skiptir máli að uppræta staðalímyndir og ganga aldrei út frá neinu sem gefnu um annað fólk. Saga Önnu er byggð á sannsögulegum heimildum. Hugmyndir að verkefnum • Ræðið gegn hvaða réttindum hefur verið brotið í sögunum um Mandela og Önnu og Ahmad. • Hópnum er skipt í tvennt. Annar hlutinn rannsakar og semur kynningu um Nelson Mandela en hinn hlutinn rannsakar og semur kynningu um aðskilnaðarstefnuna (apartheid). • Suður-Afríka er ekki eina landið sem hefur haft aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra. Það er ekki langt síðan sama stefna var lögð af í Bandaríkjunum. Skoðið réttindabaráttuna í Bandaríkjunum. Dæmi um leitarorð: þrælastríðið, Harriet Tubman, Rosa Parks, Martin Luther King, Malcolm X. • Setjið stiklur á tímalínu um baráttuna í Suður-Afríku og BNA gegn aðskilnaði fólks með ólíkan húðlit. Heimildir Nelson Mandela Centre of Memory. (án dags.). The Life and Times of Nelson Mandel a. Biography. Sótt 28. mars 2013 frá The Nelson Mandela Centre of Memory: http://www.nelsonmandela.org/content/ page/biography Ragna Sara Jónsdóttir. (15. júlí 2001). Mandela. Morgunblaðið B (15.07.2001). Sótt 28. mars af Tímarit.is: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=249375&lang=gl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=