Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 22 Baráttan fyrir jöfnum rétti fólks með fatlanir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir / Skaðlegir fordómar Ellen Geirsdóttir útskýrir í grein sinni sem birtist á veftímariti Öryrkjabandalags Íslands hvernig staðan er í mannréttindabaráttu fatlaðra. Hún segir að mannréttindi séu brotin á fólki með fötlun á hverjum degi en þöggunin sé mikil í samfélaginu. Þegar nálgunin er læknisfræðileg upplifir fólk með fötlun sig ef til vill sem gallað eða bilað, sem eitthvað sem þurfti að laga og aðlaga að heimi sem gerir ekki ráð fyrir því. Ellen telur að beita þurfi félagslegu sjónarhorni þar sem tekið er á mismunun og fordómum því þar liggur rót vandans en ekki hjá hinum fatlaða. Enginn getur allt og öll höfum við okkar takmarkanir. Það er hins vegar engum til góðs að einblína á takmarkanir en hundsa hæfileika sem hver og einn hefur til að bera. Hugtakið „fötlun“ er í sjálfu sér afstætt og nær yfir fjölbreytta flóru takmarkana, bæði sýnilegra og duldra. Hver sem er gæti þurft að takast á við einhvers konar fötlun á lífsleiðinni, annaðhvort hjá sjálfum sér eða aðstandendum. Aðeins lítill hluti þeirra sem teljast öryrkjar hafa verið fatlaðir frá fæðingu en meiri hluti öryrkja tekst á við fötlun sökum sjúkdóma, slysa, hrörnunar eða áfalla síðar á lífsleiðinni. Mikilvægt er að ræða opinskátt um fatlanir. Þær eru eðlilegur hluti lífsins. Á sama tíma er mikilvægt að vinna gegn þeim fordómum og hindrunum sem gætu komið í veg fyrir að fatlaðir einstaklingar geti notið hæfileika sinna til fulls. Árið 2007 skrifuðu fulltrúar Íslands undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ekki er enn búið að lögfesta hann. Hugmyndir að verkefnum • Ræðið gegn hvaða rétti hefur verið brotið í sögunum í nemendabók. • Lesið og ræðið grein Ellenar Geirsdóttur um mannréttindi fatlaðs og ófatlaðs fólks með nemendum. Greinin birtist á veftímariti Öryrkjabandalags Íslands 23. september 2013 og má nálgast á slóðinni: http://www.obi.is/vefrit/greinar/nr/1447 • Sýnið nemendum myndbandið Children of all abilities speak out sem finna má í möppunni á YouTu- be: J afnrétti Kolbrun Bjornsdottir . Myndbandið er númer 43. • Sýnið nemendum myndböndin Virkjum hæfileikana sem finna má í möppunni á YouTube. Mynd- böndin eru númer 73, 74, 75, 76, 77 og 78. Myndböndin eru um 30 sek. löng hvert. • Lesið og ræðið grein Freyju Haraldsdóttur um disablisma með nemendum. Greinin heitir Smá ismi í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks og birtist á síðu NPA-miðstöðvar 3. desember 2012 og má nálg- ast á slóðinni: http://www.npa.is/index.php/greinar/129-sma-ismi-i-tilefni-af-altjoeadegi-fatlaes- folks • Sendið bréf til forsætisráðuneytis og forsetaembættis til að hvetja til lögfestingar á sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. • Gerið úttekt á skólanum og nærumhverfi hans. Hvernig er gert ráð fyrir fólki með fatlanir? Hvað er í lagi og hvað mætti betur fara? Skrifið sameiginlega skýrslu og afhendið skólastjórn (sjá nánar Kristín Dýrfjörð o.fl ., 2013).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=