Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 20 Baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna Baráttan fyrir jöfnum rétti kvenna og karla / Bríet Bjarnhéðinsdóttir / Hugrenningar Víðis, Trausta og Odds um jafnrétti kynjanna / Sigríður María Egilsdóttir / Vegna þess að ég er stelpa Fróðlegt og gagnlegt er fyrir nemendur að skoða tímalínu um baráttu fyrir jöfnum rétti kvenna og karla sem hófst fyrir alvöru í hinum vestræna heimi upp úr frönsku byltingunni 1789 og spegla við íslenska frumkvöðla og ungt fólk í samtímanum. Þannig ættu þeir að fá tilfinningu fyrir því sem á undan er geng- ið og þeirri stöðu sem nú ríkir í kynjajafnréttismálum. Tímalínan er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi en sýnir nokkra mikilvæga áfanga í jafnréttisbaráttunni víðsvegar um heim. Mælt er með því að vinna verkefni um tímalínu sem lýst er hér fyrir neðan. Texti síðunnar Vegna þess að ég er stelpa er þýðing á texta myndbandsins Because I Am A Girl frá góðgerðasamtökunum Plan International (sjá heimildaskrá). Samtökin og átakið Because I Am A Girl má kynna sér hér á heimasíðu þeirra, http://plan-international.org/ . Hugmyndir að verkefnum • Ræðið gegn hvaða réttindum hefur verið brotið í sögunum í nemendabók. • Fyrirlestur Sigríðar Maríu er fyrstur í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube. Fyrir- lesturinn er á ensku en það gæti samt verið áhugavert fyrir nemendurna að sjá og heyra í Sigríði Maríu. Þá mætti sýna nemendum brot úr kvikmyndinni Iron Jawed Angels , nr. 17, þar sem sjá má meðferðina á súffragettum sem voru fangelsaðar fyrir það eitt að krefjast þess að fá að kjósa. Mynd- bandið Because I Am A Girl er númer 25, Girl Rising er númer 50 og myndband um launajafnrétti er númer 24. • Teiknið upp tímalínu á vegg skólastofunnar með stiklum í réttindabaráttu kvenna. Leitið að fleiri stiklum en sagt er frá í nemendabók, t.d. upphaf Rauðsokkuhreyfingarinnar, stofnun Femínistafé- lags Íslands og stiklur úr sögu fæðingarorlofsréttar. Hafið tímalínuna stóra svo allt komist vel fyrir. Tímalínuna mætti nýta áfram og setja in stiklur úr ýmiss konar jafnréttisbaráttu í tengslum við aðra kafla bókarinnar, s.s. fyrir jafnrétti óháð kynhneigð, litarhætti eða trúarbrögðum. • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube eru nokkur myndbönd um það hvernig kynja- misrétti er líka slæmt fyrir drengi og karla. Myndböndin eru á ensku og of þung til að sýna nemend- um þau en henta vel til undirbúnings kennara fyrir umræður um þessa hlið kynjamisréttis. Fyrir- lestur Tony Porter, A call to men , nr. 26; Tough Guise ; Violence, Media and the Crisis in Masculinity m.a. með Jackson Katz, nr. 34; og nr. 65 er stikla heimildamyndarinnar The Mask You Live In . Heimildir Encyclopædia Britannica. (2013). 300 Women Who Changed the World. Timeline: Through the Centuries . Sótt 2. október 2013 frá: https://www.britannica.com/women/timeline?tocId=9404138&- section=249219 Erla Hulda Halldórsdóttir. (2004). Kvenréttindi . Sótt 2. október 2013 frá Heimastjórn í hundrað ár: http://www.heimastjorn.is/heimastjornartiminn/kvenrettindi/ Guide to Women Leaders. (1. október 2013). Female Presidents . Sótt 2. október 2013 frá Worldwide Guide to Women in Leadership: http://www.guide2womenleaders.com/Presidents.htm
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=