Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 18 Réttur til náms – Zahra / Þóra Melsteð / Ishmael / Malala Yousafzai Sagan um Zöhru er skálduð en byggð á upplifun Fatemu sem er fædd og uppalin í Afganistan. Í allri umræðu um Afganistan er mikilvægt að hafa í huga að Talibanar eru ekki fulltrúar íslam. Þeir eru her- skár öfgahópur og eru jafn ógnvænlegir fólki af öllum trúarbrögðum. Þótt okkur á Íslandi þyki kannski sjálfsagt mál að fá að ganga í skóla frá sex til sextán ára aldurs er alls ekki langt síðan þessi réttindi fengust. Þau eru líka langt frá því að þykja sjálfsögð alls staðar í heimin- um. Baráttan fyrir jöfnum rétti allra barna til að stunda nám hefur verið mjög erfið og er alls ekki lokið. Rétturinn til náms er víða brotinn enn þann dag í dag. Ástæðurnar eru margvíslegar, s.s. fjarlægð frá skóla, fátækt, kynjamisrétti, stríðsástand, börn á flótta eða að börn eru ein á báti. Á mörgum stöðum í heiminum er miklu erfiðara fyrir stelpur að fá að stunda nám heldur en stráka. Í raun er alls ekki mjög langt síðan réttur stúlkna og kvenna til náms var viðurkenndur í þeim hluta heimsins þar sem þau þykja sjálfsögð núna. Eins og til dæmis á Íslandi. Í allri umræðu um Malölu er mikilvægt að hafa í huga að Talibanar eru hryðjuverkasamtök en ekki fulltrúar íslam á neinn hátt enda gengur boðskapur þeirra gegn trúnni. Þá eru flest fórnarlömb þeirra múslimar og þeir valda mestum usla í löndum þar sem flestir aðhyllast íslam. Hugmyndir að verkefnum • Ræðið gegn hvaða réttindum hefur verið brotið í sögunum fjórum. • Það má velta fyrir sér ýmsum hugmyndum um hetjur; eru hetjur alltaf góðar fyrirmyndir, er hetju- skapur það sama og glannaskapur (eru hetjur alltaf glannar og glannar alltaf hetjur), hvað eru hversdagshetjur? • Fjalla mætti um þróunarstarf í sambandi við sögu Ishmael. Ishmael er skálduð persóna en aðstæður hans er byggðar á raunverulegum aðstæðum margra barna um allan heim. Er eitthvað sem nem- endahópurinn og aðstandendur gætu gert til að aðstoða börn í sömu sporum og Ishmael? Gæti hópurinn á einhvern hátt safnað peningum til að gefa til uppbyggingar skóla, t.d. í Síerra Leóne? • Saga Þóru sýnir að það er ekki langt síðan íslenskar stúlkur máttu þola sömu réttindabrot. Hér mætti grípa til hvað ef -nálgunnar og velta fyrir sér hvort eitthvað og þá hvað væri öðru vísi á Íslandi ef Þóra og fleiri hefðu ekki barist fyrir rétti stúlkna til náms? • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube er myndband frá Girl Rising sem gæti verið gaman að sýna nemendum. Myndbandið er gert til að vekja athygli á baráttunni fyrir rétti stúlkna til að sækja sér menntun. Myndbandið er númer 49. • Sýna mætti nemendum myndasöguna um Malölu. Hana mætti prenta út og láta nemendur fá eða hengja hana upp í stofunni. Mikið fréttaefni er til um Malölu á netinu og upplagt að nýta sér það ef einhver kostur er á því. Umræðupunktar: Er Malala hetja? Hverjir gætu tekið sér hana til fyrirmyndar (hvetjið drengina til að taka sér hana til fyrirmyndar líka ef þeir átta sig ekki sjálfir)? Fyrir hverju er hún að berjast? Af hverju er það mikilvægt? Teiknimyndasöguna sem rekur sögu Malölu má finna hér: http://zenpencils.com/comic/104-malala-yousafzai-i-have-the-right/ • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube er myndband af ræðu sem Malala hélt á þingi Sameinuðu þjóðanna. Myndbandið er númer 20. • Ítarefni um þróunarstarf má finna hér (í frétt frá 30.09.2013): http://www.nams.is/um-nams- gagnastofnun/frettir/ • Ítarefni fyrir kennarann: UmTalibana: Inside The Taliban http://www.youtube.com/watch?v=f4cVVu- Si2fI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=