Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar
Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 11 sjálfsögðu ber að varast að falla í þá gryfju að túlka rannsóknarniðurstöður á þann veg að allar stúlkur séu eins og öðruvísi en allir drengir hvað námsárangur varðar. Það er þó áhugavert að skoða þessar niðurstöður í tengslum við ríkjandi staðalímyndir kynjanna sem stöðugt er varpað fram í miðlum, af þeim fullorðnu og meira að segja nemendum sjálfum. Ef við ætlum að ná fram kynjajafnrétti verðum við að gæta þess að alhæfa ekki um eðli eða hlutverk kynjanna; huga að kynjaðri orðræðu; og gæta okkar á að hafa ekki mismunandi væntingar til hvors kyns í skólastarfinu. Hvað er félagsmótun? Rannsóknir sýna alltaf betur og betur fram á það að líffræðilegt kyn hefur afskaplega lítið með hegðun og hugsanir að gera. Félagsmótunin, eða kyngervismótunin, byrjar um leið og við fæðumst og heldur áfram alla ævi. Kyngervismótandi skilaboð dynja á okkur úr öllum áttum, úr miðlum eins og sjónvarpi, útvarpi og blöðum en líka á lúmskari hátt – úr hinu sagða og ósagða, orðræðu, hegðun og væntingum. Smám saman verða þessar hugmyndir hluti af norminu, því sem þykir sjálfsagt og eðlilegt. Mótuð og meitluð kynhlutverk og ábyrgðin sem þeim fylgir eru orðin hluti af innviðum samfélagsins, menntakerf- isins, stjórnmála- og fjárhagskerfi og síðast en ekki síst trúarlegum stofnunum þess. Kyngervismótunin er alls ekki eins fyrir alla af sama kyni heldur skipta aðrar breytur líka máli, eins og kynhneigð, aldur, stétt, heilsa, staða innan samfélags, þjóðerni, búseta og trú. Þannig getur kyngervi íslenskrar konu verið gjörólíkt kyngervi indverskrar konu því hugmyndir hvors samfélags um kvenleika eru ólíkar. Fyrirmyndir skipta miklu máli við kyngervismótun og það sama má segja um skort á fyrirmyndum. Skortur á fyrirmyndum er alvarlegt vandamál fyrir alla jaðarhópa. Í því samhengi verður kvenkynið að teljast jaðarhópur. Samkvæmt gamalli hefð í afgönsku þorpi er skotið af byssu þegar strákur fæðist en sigti hengt upp ofan við útidyrnar þegar stúlka fæðist. Byssan er tákn karl- mannsins, heiðurs og verndar. Sigtið er tákn konunnar og húsverkanna sem henni eru ætluð. (Mynd: Tahera Hossaini)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=