Ég, þú og við öll

Barnasáttmálanum er fjallað um ýmis mikilvæg réttindi barna og með því að festa hann í lög lofa íslensk stjórnvöld að passa alltaf upp á þessi réttindi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna byggir á fjórum grundvallarreglum: 1. Bann við mismunun . Þetta þýðir að öll börn eiga sama rétt óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungumálakunnáttu, trú, skoðunum, fjölskylduhögum, fötlun eða hverju því öðru sem gæti greint eitt barn frá öðru. 2. Allar ákvarðanir stjórn- eða yfirvalda verða að taka mið af því sem er barninu fyrir bestu . 3. Öll börn eiga rétt til lífs og þroska. 4. Öll börn eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður . Mikilvægt er að átta sig á muninum á réttindum og forréttindum. Réttindin sem börnum eru tryggð með sáttmálanum eru t.d. réttur til að eiga nafn og ríkisfang, réttur til menntunar og vernd gegn ofbeldi. Forréttindi eru hins vegar t.d. að eiga dýrar merkjavörur eftir nýjustu tísku, að fara á öll námskeið sem manni dettur í hug eða að fara í ferðalög til útlanda. Það er líka mjög mikilvægt að skilja að með öllum réttindum fylgir skyldan til að virða sömu réttindi annarra. Til dæmis eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi en þurfa þá um leið að passa að beita ekki aðra ofbeldi, kannski með því að leggja í einelti. Að leggja í einelti er brot á Barnasáttmálanum. Það þarf að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Hver er munurinn á réttindum og forréttindum? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var festur í lög á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=