Ég, þú og við öll

5 Eins og við ræddum um í upphafi bókarinnar erum við ekki ein í veröldinni. Á hverju augnabliki fæðast ný börn í heiminn. Þessi börn hafa þarfir, vonir, þrár og drauma alveg eins og þú. Við og veröldin okkar Þegar við fæðumst höfum við líklega ekki mikinn skilning á sjálfum okkur og umhverfinu. Ungbörnin láta vita þegar þau vilja láta mata sig, skipta á sér eða eru þreytt en það er erfitt að sjá hvað þau hugsa umfram það. Smám saman lærum við samt að tjá okkur betur. Við gerum okkur líka betur grein fyrir umhverfinu og aðlögumst því. Vitund okkar vaknar og ævilangt þroskaferli hefst. Með tímanum skiljum við betur hverjar þarfir okkar, væntingar og vonir eru. Sumt er sérstakt fyrir okkur en annað er öllum manneskjum sameiginlegt. Við höfum öll sömu grunnþarfir sem þarf að uppfylla til að við getum náð fullum þroska og lifað mannsæmandi lífi. Grunnþarfir eru til dæmis næring, húsaskjól, öryggi og félagsleg samskipti. Þó að hver mannvera sé einstök er fleira sem sameinar en sundurgreinir allar manneskjur heimsins. Um leið og mikilvægt er að virða það sem er sérstakt við hvern og einn er jafn mikilvægt að virða það sem sameinar okkur öll. Hvað finnst þér einstakt við sjálfa(n) þig? Hvað áttu sameiginlegt með öðrum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=