Ég, þú og við öll

4 Við förum ekki langt án þess að taka okkur sjálf með en hvað meinum við þegar við segjum „okkur sjálf“? Og hver er þá „ég“? Hver er ég? Að vera „ég“ er að vera svo margt. „Ég“ á mér nafn, hef einhverja stöðu innan fjölskyldu, hef stöðu í sam- félaginu, er hluti af samfélagi. „Ég“ birtist líka á mismunandi hátt. „Ég“ breytist og þroskast. „Ég“ er ekki alls staðar og alltaf eins. Umhverfið og aðstæður hafa áhrif á „mig“. Þegar „ég“ er með vinum mínum er „ég“ ekki eins og „ég“ í skólastofunni. Samt eru þetta allt hlutar af mér. Við höfum nefnilega öll þann eiginleika að geta lagað okkur að aðstæðum, tekið okkur ný hlutverk. Við skynjum umhverfi okkar, stundum alveg án þess að taka eftir því, og bregðumst við því. Það er ótal margt sem hefur áhrif á okkur og hvernig við hugsum um sjálf okkur; það sem við lesum, sjáum í sjónvarpi, í tölvunni, í auglýsingum, það sem einhver segir við okkur eða það sem við heyrum. Og í hvert skipti sem við skynjum eitthvað getur það breytt því hvernig við skiljum heiminn eða okkur sjálf. Sá sem hefur hins vegar mestu áhrifin á það hvernig „ég“ er, er ég sjálf(ur). Ég ber ábyrgð á orðum mínum og gjörðum gagnvart öðru fólki og líka sjálfri/sjálfum mér. Hvað í umhverfi þínu finnst þér hafa mest áhrif á þig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=