Ég, þú og við öll

47 Rifjum að lokum upp ráðleggingarnar sem þið fenguð í bókinni: „Skoðið heiminn í kringum ykkur með kynjagleraugun á lofti, spyrjið alls kyns spurninga og veltið þessum málum fyrir ykkur.“ (Víðir Guðmundsson) „Töffarar og prinsessur eru úr sér gengin fyrirbæri. Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf!“ (Trausti Dagsson) „Maður kemst ekki í gegnum lífið án þess að mæta hindrunum en ef maður ætlar að ná árangri þá verður maður að mæta þeim af óbilandi krafti. Kynjamisrétti er staðreynd í okkar samfélagi og ungt fólk á ekki að leyfa því að standa í vegi fyrir sínum markmiðum.“ (Sigríður María Egilsdóttir) Kynnið ykkur hvað femínismi er með opnu hugarfari. Kynnið ykkur líka hvað samþykki og mörk eru.“ (Oddur Sigurjónsson) „Mig langar til að hvetja ungt fólk á Íslandi til þess að láta í sér heyra og hafa áhrif á samfélagið. Þið eruð fólkið sem mun taka við að stjórna landinu. Þið hafið svo ótrúlega mikið að segja og getið haft mikil áhrif á samfélagið!“ (Embla Guðrúnar Ágústsdóttir)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=