Ég, þú og við öll

45 Í alvöru kynlífi er gagnkvæm virðing milli beggja aðila og samþykki þeirra er ljóst en ekki þvingað. Lykilorðin fyrir kynlíf eru: virðing, valdajafnvægi, umhyggja, nánd, ást, unaður, heiðarleiki, raunveruleiki, einkastund beggja aðila. Við verðum að gæta virðingar í öllum samskiptum okkar við annað fólk. Við þurfum alltaf að virða mörk annarra um leið og aðrir þurfa að virða okkar mörk. Samþykki þarf að vera skýrt og greinilegt og alls ekkert vafamál. „Nei“ þýðir alltaf „nei.“ „Kannski“ er langt frá því að vera skýrt og laust við vafa. „Kannski“ og „ég veit ekki“ eru einmitt orð sem lýsa vafa og gefa til kynna að verið sé að ganga of nærri mörkunum. Þögn er aldrei það sama og samþykki. Við ættum alltaf að túlka þögn sem „nei.“ Þegar kemur að einhverju sem krefst líkamlegrar nándar, eins og kossar, gælur eða kynlíf, er sérstaklega mikilvægt að leita samþykkis fyrir hverju skrefi. Hver er munurinn á klámi og kynlífi? Hvernig tengist jafnrétti klámi? hlutgerving : þegar farið er með fólk eins og það væri hlutur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=