Ég, þú og við öll

43 Margir telja að þeir séu bæði andlega og líkamlega tilbúnir til að hefja ástar- sambönd þegar komið er á unglingsárin. Hvað finnst þér vera hæfilegur aldur? Er eitthvað sérstakt sem þú heldur að væri gott að vita áður en ástarsamband hefst? Kristín og Einar „Ég var nýbyrjuð í menntaskóla og frekar stressuð þegar ég fór á fyrsta menntaskólaballið mitt. Mér fannst eins og það væri alltaf verið að ætlast til þess að allir væru í stöðugum sleik á öllum böllum. Svo var alltaf verið að tala um að þetta væri miklu verra á menntaskólaböllum heldur en í grunnskóla. Vinkonur mínar hættu ekki að nöldra fyrr en ég samþykkti að fara með þeim á þetta ball. Fljótlega eftir að við komum á ballið tók ég eftir einum sætum strák sem var með mér í íslenskutímum. Hann tók líka eftir mér og brosti til mín. Allt í einu var hann kominn alveg upp að mér. „Hæ,“ öskraði hann upp í eyrað á mér. „Einar. Íslenska 103? Kristín?“ Ég fann hvernig ég hitnaði í kinnunum og rétt náði að kinka kolli. Hann brosti til mín. „Dansa?“ spurði hann svo. Ég varð svolítið hissa því ég var ekki vön svona spurningu á balli. Venjulega dansaði ég með vinkonum mínum og svo komu bara einhverjir og tróðu sér með án þess að spyrja. Við dönsuðum mjög lengi saman og skemmtum okkur vel. Svo kom rólegt lag. Ég varð svolítið óróleg aftur því ég vildi ekki að þessi skemmtilega stund færi að enda í einhverjum leiðinda þrýstingi um að fara í sleik við strák sem ég þekkti svona lítið. En í staðinn spurði Einar hvort mér fyndist í lagi að dansa áfram við hann. Ég var spennt fyrir honum og samþykkti það svo við dönsuðum áfram, þéttar saman en áður. Þegar við vinkonurnar ætluðum að fara heim kvöddumst við Einar fyrir utan skemmtistaðinn. Ég hikaði aðeins og sagði svo: „Mig langar að kyssa þig. Er það í lagi?“ Honum fannst það í lagi og sagði já. Kossinn var blíður og rólegur og allt, allt öðruvísi en ballsleikirnir sem maður sá endalaust af inni á ballinu.“ Hvað gerist svo síðar? Hvernig myndir þú láta söguna enda?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=