Ég, þú og við öll

41 Næst ætlum við að heimsækja Bangladesh. Halima „Ég heiti Halima. Ég er ellefu ára og er frá Bangladesh. Ég vinn við að klippa burtu lausa þræði af fötum í fataverksmiðju. Við saumum föt fyrir fullt af fatamerkjum í útlöndum. Ég vinn átta til níu klukkustundir á dag. Launin mín eru um það bil 380 krónur á viku. Þau eru allt of lág. Ef ég missi úr vinnudag verð ég barin þegar ég mæti næsta dag. Ef við krakkarnir gerum einhver mistök erum við barin og það er öskrað á okkur. Ég verð að klippa lausa þræði af 150 flíkum á klukkustund. Það er stöðugt verið að öskra á okkur og berja okkur. Við megum bara fara á klósettið tvisvar eða í mesta lagi þrisvar á dag. Klósettin eru skítug og það er ekki hægt að þvo sér þar. Við stöndum allan tímann á meðan við erum að vinna. Í gær leið yfir mig. Þá var öskrað á mig að vakna og standa upp aftur. Ef einhver kemur til að skoða verksmiðjuna erum við krakkarnir látin fela okkur inni á klósettinu á meðan.“ Halima fékk aðstoð frá samtökum sem borga fyrir menntun barna sem hafa verið föst í nauðungarvinnu eins og hún. Hún fékk að fara í skóla sem gladdi bæði hana og foreldra hennar mjög mikið. Hún hafði þurft að vinna vegna þess að foreldrar hennar voru of fátækir til að geta sent hana í skóla þó að þau hefðu gjarnan viljað það. Hvar voru fötin þín saumuð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=