Ég, þú og við öll

39 Víða um heim verða erfiðar aðstæður til þess að börn þurfa að vinna langa og stranga vinnudaga í stað þess að geta stundað nám, hvílt sig og leikið sér. Barnaþrælkun Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur að börn eigi rétt á vernd gegn vinnu sem komi í veg fyrir að þau geti hlotið menntun eða skaðar heilsu þeirra og þroska. Sem betur fer njóta mörg börn þessarar verndar í dag en því miður er langt frá því að öll börn njóti slíks. Um 115 milljónir barna í heiminum lifa við þrælkun. Þau vinna við hættuleg, heilsuspillandi og niðurlægjandi störf. Þau njóta ekki margra þeirra réttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um, ef þau njóta nokkurra þeirra yfirhöfuð. Vinnuþrælkun barna er málefni sem kemur okkur öllum við. Töluverðar líkur eru á að einhver af þeim fötum sem þið eruð í einmitt núna hafi verið saumuð af barni í vinnuþrælkun. Uppáhalds súkkulaðið ykkar er líklega búið til úr kakóbaunum sem börn í vinnuþrælkun hafa tínt. Rafmagnstækin sem þið handleikið daglega gætu hafa verið búin til af börnum í vinnuþrælkun. Þetta voru vondu fréttirnar en góðu fréttirnar eru þær að saman getum við hjálpast að við að stöðva vinnuþrælkun barna. Við getum: • Frætt aðra um vinnuþrælkun, • keypt vörur frá framleiðendum sem koma vel fram við fullorðið starfsfólk sitt, • stutt hjálparsamtök sem aðstoða börn við að sleppa úr vinnuþrælkun • og við getum þrýst á stjórnvöld í okkar landi að taka þátt í baráttunni gegn vinnuþrælkun barna. Hvernig gætir þú þrýst á íslensk stjórnvöld að taka þátt í baráttunni gegn vinnuþrælkun barna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=