Ég, þú og við öll

36 Stundum neyðist fólk til að leggja á flótta frá heimalandi sínu. Þá upphefst erfitt og oft hættulegt ferðalag í leit að nýjum heimkynnum, annaðhvort tímabundnum eða til frambúðar. Á flótta til Íslands „Ég man ennþá eftir því þegar pabbi minn ákvað að við ættum að flytja til lands sem hann kallaði heimaland sitt. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig lífið yrði þar því ég hafði alltaf búið á Íslandi. Mér fannst skrýtið í fyrstu að allt fólkið talaði sama tungumál og foreldrar mínir. Konurnar voru líka í allt öðruvísi fötum en ég var vön. Samskipti milli karla og kvenna voru heldur ekki eins og ég þekkti á Íslandi. Ég vandist þessu nýja umhverfi smám saman; byrjaði í skóla og eignaðist nýja vini. Svo allt í einu byrjaði stríð og við þurftum að flýja aftur til Íslands. Þó að ég hefði átt heima á Íslandi þegar ég var lítil, fannst mér erfitt að venjast því aftur. Ég var búin að gleyma tungumálinu svo ég gat fyrst ekkert talað við Íslendingana. Ég er heldur ekki lengur eins og ég var þegar við bjuggum fyrst á Íslandi. Dvölin í heimalandi foreldra minna breytti mér mikið og ég var orðin óvön lífinu á Íslandi. Mér finnst ég ekki passa alveg inn í hópinn; ég er ekki hvít og er mikið spurð út í trú mína. Ég vildi að ég gæti svarað öllum þessum spurningum um íslam en mér finnst þetta stundum óþægilegt. Mig langar að geta stundað trúna eins og foreldrar mínir kenndu mér en ég er samt ánægð með að fá frelsi til að ákveða það sjálf. Mér finnst líka gott að mamma ætlar að leyfa mér að ákveða hvort ég verð með hejab . Hvernig heldur þú að best sé að taka á móti flóttafólki svo því líði vel í nýja landinu? Hejab eða hijab : slæða sem hylur höfuð og bringu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=