Ég, þú og við öll

35 Bandaríkin voru eitt sinn nýlenda. Landið var tekið af fólki sem hafði búið þar lengi áður en Evrópumenn töldu sig hafa fundið Ameríku. Heilar þjóðir og þjóðflokkar voru myrtir eða hraktir í burtu eftir því sem nýlendubúarnir urðu plássfrekari. Ellen „Ég heiti Ellen og ég er af Oglala Sioux þjóðflokknum. Ég á heima á Pine Ridge verndarsvæðinu fyrir frumbyggja Norður- Ameríku í Suður-Dakóta. Margir frumbyggjar búa á svona verndarsvæðum vegna fordóma og misréttis sem við verðum fyrir í samfélaginu. Ég, systir mín, mamma mín, pabbi, amma, móðursystir mín og þrjú börn hennar, önnur móðursystir mín, móðurbróðir minn, konan hans og fjögur börn búum öll saman í litlu, bláu timburhúsi. Húsið okkar lekur svolítið og við erum ekki með hitakerfi svo það verður mjög kalt hjá okkur á veturna. Húsið okkar er samt nokkuð gott miðað við sum hinna húsanna. Sumt fólkið hér býr í gömlum hjólhýsum, ónýtum bílum eða tjöldum. Ég vakna klukkan hálf sex á morgnana til að geta náð skólabílnum klukkan sex. Skólinn minn heitir Wounded Knee District School. Mér finnst gaman í skólanum og skemmtilegt að læra um sögu þjóðflokksins míns þó að reyndar sé margt mjög sorglegt í henni. Til dæmis er skólinn minn kenndur við stað þar sem stór hluti þjóðflokksins var myrtur af bandarískum hermönnum fyrir rúmum hundrað árum. Það sem er skemmtilegt að læra um er að við eigum fallegar hefðir og menningu sem við höldum lifandi til dæmis gegnum söng, dans og sögur.“ Hvaða staðalímyndir hefur þú séð af frumbyggjum Norður-Ameríku?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=