Ég, þú og við öll

32 Það kostaði mikil átök en líka þrautseigju og þolinmæði að sigrast á aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Þar fór jafnréttishetjan Nelson Rolihlahla Mandela fremstur í flokki. Nelson Rolihlahla Mandela, baráttumaður gegn kynþátta- fordómum Nelson Mandela fæddist 18. júlí 1918 í Suður-Afríku. Foreldrar hans gáfu honum nafnið Rolihlahla en nafnið Nelson fékk hann hjá kennara sínum í grunnskólanum. Í skólanum þurftu börnin nefnilega að vera með ensk nöfn. Árið 1941 flutti Nelson Mandela til Jóhannesarborgar. Hann fékk vinnuá lögfræðistofuogbyrjaði að læra lögfræði í háskóla. Hann varð líka áhugasamur um stjórnmál og gekk í Afríska þjóðarráðið (ANC). Á þessum tíma var aðskilnaður hvítra og svartra bundinn í lög í Suður- Afríku. Hvítir voru forréttindastétt og nutu mikilla forréttinda á kostnað svörtu íbúanna. Svartir áttu á hættu að vera teknir fastir fyrir það eitt að drekka úr brunni, ganga um dyr eða setjast inn í strætisvagn merktan „aðeins fyrir hvíta“. Afríska þjóðarráðið barðist meðal annars gegn þessum aðskilnaði. Árið 1963 var Nelson Mandela tekinn fastur og dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir að hvetja fólk til verkfallsaðgerða og að yfirgefa landið án leyfis. Þann 11. febrúar 1990 var Nelson Mandela loks sleppt úr fangelsinu. Ári síðar varð hann leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og leiddi viðræður um afnám aðskilnaðarstefnunnar við forseta Suður- Afríku, Frederik Willem de Klerk. Þeir hlutu sameiginlega Friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Nelson Mandela var kosinn forseti Suður-Afríku árið 1994 og var fyrsti svarti maðurinn í því embætti. Hann fór svo á eftirlaun árið 1999. Nelson Mandela trúði alla tíð á kraft menntunar, lýðræðis og jafnréttis og hafði þá sannfæringu sína að leiðarljósi í baráttunni gegn kynþáttafordómum og óréttlæti. Nelson Mandela hafði trú á krafti menntunar, lýðræðis og jafnréttis. Hvaða fleiri einstaklingar sem fjallað er um í þessarri bók deila þessum hugsjónum hans? Ert þú sammála þeim? Hvers vegna, hvers vegna ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=