Ég, þú og við öll

23 kynjanna. 1895 Hið íslenska kvenfélag afhendir Alþingi áskorun um að veita konum kosningarétt. 1906 Finnskar konur fá kosningarétt. 1913 Norskar konur fá kosningarétt. 1915 Íslenskar konur, 40 ára og eldri, fá kosningarétt um leið og danskar konur. 1918 Kanadískar konur fá kosningarétt. 1920 Íslenskar konur eru nú loks komnar með sama kosningarétt og íslenskir karlar. Bandarískar konur fá kosningarétt. Sama ár fá konur í fyrsta sinn inngöngu í fullt nám í Oxfordháskóla í Bretlandi. 1932 Brasilískar og tælenskar konur fá kosningarétt. 1937 Konur fá kosningarétt á Filippseyjum. 1947 Réttindi kvenna eru tryggð í nýrri stjórnarskrá Japan. 1948 Konur fá kosningarétt í nýstofnuðu ríkjunum Ísrael og Suður-Kóreu. 1949 Franski femínistinn Simone de Beauvoir gefur út bók um ójafna stöðu karla og kvenna sem heitir Hitt kynið . Bókin er ein af áhrifamestu bókum 20. aldar. 1954 Kólumbískar konur fá kosningarétt. 1961 Konur fá kosningarétt í Paragvæ. 1970 Marie Cox stofnar fyrstu kvennasamtök norður amerískra frumbyggja. 1971 Svissneskar konur fá kosningarétt. 1973 Jórdanskar konur fá kosningarétt. 1977 Nígerískar konur fá kosningarétt. 1980 Vigdís Finnbogadóttir er kjörin forseti Íslands. Hún er fyrsta konan sem er lýðræðislega kosin þjóðarleiðtogi. 2005 Konur fá kosningarétt í Kúveit. 2014 Enn eru til lönd í heiminum þar sem konur hafa ekki kosningarétt. Reyndu að finna fleiri stiklur í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=