Ég, þú og við öll

22 Baráttan fyrir jöfnum rétti kvenna og karla Baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna hefur verið löng og ströng og henni er hvergi nærri lokið. Femínismi er hugtak sem er oft notað yfir þessa jafnréttisbaráttu. Segja má að baráttan fyrir lýðræðislegum réttindum kvenna hafi byrjað í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789. Hér á eftir er tímalína þar sem stiklað er á stóru um áfanga í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu. 1791 Í kjölfar frönsku byltingarinnar gefur Olympe de Gouge út Kvenréttindayfirlýsinguna þar sem hún hvetur konur til að krefjast aukinna réttinda. 1792 Breski rithöfundurinn Mary Wollstonecraft Godwin gefur út bókina Málsvörn fyrir rétti konunnar . 1848 Baráttan fyrir rétti kvenna til að kjósa hefst í Bandaríkjunum í kjölfar ráðstefnu í Seneca Falls. Konurnar sem börðust fyrir kosningarétti kvenna í Bandaríkjunum og á Bretlandi voru kallaðar Súffragettur. Orðið suffrage, sem þær drógu heiti sitt af, þýðir réttur til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. 1867 Breska þinginu er afhent bænaskjal þar sem kosningaréttar kvenna er krafist. 1869 Breski heimspekingurinn John Stuart Mill gefur út bókina Kúgun kvenna þar sem jafnrétti kvenna og karla er krafist. Elizabeth Cady Stanton og Susan B. Anthony stofna bandarísk landssamtök kvenna sem kröfðust kosningaréttar. 1872 Grunnmenntunarskylda stúlkna til jafns við drengi er lögfest í Japan. 1880 Grunnmenntunarskylda (lestur, skrift og reikningur) stúlkna til jafns við drengi er lögfest á Íslandi. 1885 Baráttan fyrir kosningarétti og öðrum réttindum kvenna hefst á Íslandi með skrifum Valdimars Ásmundssonar og ræðum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Páls Briem. 1893 Nýja Sjáland verður fyrst allra landa í heiminum til að veita konum kosningarétt. 1894 Hið íslenska kvenfélag er stofnað í Reykjavík með það að markmiði að auka þátttöku kvenna í opinberum málum og stuðla að jafnrétti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=