Ég, þú og við öll

Staðalímyndir í afþreyingarefni Staðalímyndirnar sem birtast í afþreyingarefni fjölmiðlanna sýna mjög takmarkaða mynd af fólki. Þær geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd okkar, val á námi og starfi og takmarkað skilning okkar á öðru fólki. Við erum orðin svo vön staðalímyndum í miðlunum í kringum okkur að það er ekki víst að við áttum okkur á áhrifum þeirra á okkur. Þess vegna getur verið gagnlegt að reyna að setja á sig gagnrýnisgleraugu og vera meðvituð um staðalímyndirnar. Árið 1985 bjó Alison Bechdel til einfalt próf til að athuga hlutverk kvenna í kvikmyndum. Prófið segir ekkert um það hvort kvikmyndin er góð eða slæm en það segir okkur samt eitt og annað um það hvernig kvenhlutverkin eru oft. Prófið er eftirfarandi: 1) eru fleiri en tvær kvenpersónur í myndinni og heita þær eitthvað? 2) tala þær saman? 3) um eitthvað annað en karla/stráka? Bechdel-prófið greinir ekki beint staðalímyndir en það er samt gagnlegt tæki til að byrja að greina efnið sem við höfum daglega fyrir augunum. Til að greina staðal- ímyndir í afþreyingarefni þurfum við fyrst að gera okkur grein fyrir því hverjar þær eru. Byrjum á að athuga hvort persónurnar séu flokkaðar niður í ákveðna hópa eftir t.d. kyni, útliti, hegðun eða uppruna. Eru öllum í hópnum eignaðir einhverjir ákveðnir sameiginlegir eiginleikar og alhæft um hvern einstakling út frá því? Dæmi um svoleiðis alhæfingar væri að segja að allar stelpur hefðu mestan áhuga á útlitinu, allir strákar ættu erfitt með að tjá sig, allir unglingar væru skapstyggir, engin börn gætu axlað ábyrgð, að samkynhneigðir strákar væru eins og stelpur og að samkynhneigðar stelpur væru eins og strákar. Ef við stöldrum við og hugsum aðeins hljótum við að átta okkur á hversu fáránlega þetta hljómar. Því miður eru svona skilaboð lúmsk og lauma sér inn í gegnum undirmeðvitundina. Vegna staðalímynda er þess vegna hætt við að við alhæfum um eiginleika alvöru fólks og myndum okkur skoðun á því án þess að þekkja það. Svoleiðis alhæfingar heita fordómar og eru öllum skaðlegar. Hvaða barna- eða unglingamynd manst þú eftir sem myndi standast Bechdel-prófið? 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=