Ég, þú og við öll

15 Staðalímyndir Ímyndum okkur að við værum að búa til mynd og á henni ætluðum við að hafa fullt af fólki. Til að flýta fyrir okkur ákveðum við að búa til einn konustimpil og einn karlastimpil sem við getum svo notað aftur og aftur. Við vitum auðvitað að það eru ekki allir eins í alvörunni en stundum getur okkur liðið eins og verið sé að máta okkur við einhvern svona stimpil. Ef krakkar á ákveðnum aldri eru í vondu skapi getur verið að einhver segi við þá að þeir séu ,,dæmigerðir unglingar“. Þá er verið að máta þau við unglingastimpilinn eða staðalímynd af unglingi. Svona staðalímyndir getum við séð um allt í kringum okkur. Þær eru skilaboð um það hvernig er ætlast til að við séum og hegðum okkur. Eða réttara sagt skilaboð um það hvernig þeim sem bjó stimpilinn til þykir best að við séum og hegðum okkur. Það getur verið erfitt að átta sig á því að verið sé að senda svona skilaboð en þau geta samt haft áhrif á það hvernig við hugsum og hvernig okkur líður þó að okkur finnist við ekki taka sérstaklega eftir þeim. Staðalímyndir byggja oft á hugmyndum fólks um eðli kynjanna. Því oftar sem slíkar staðalímyndir birtast því rækilegar festast hugmyndirnar um eðli í sessi. Hvaða staðalímynd þekkir þú sem tengist kynjunum? En aldri? Kynhneigð? Dæmigerðir unglingar! Dæmigerðir unglingar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=