Ég, þú og við öll

14 Barnaföt á fyrri öldum Það hafði lengi tíðkast að vefja ungbörn þétt í reifar fyrstu mánuðina svo þau gátu lítið hreyft sig. Um miðja 18. öld fóru áhugamenn um barnauppeldi hins vegar að hvetja til þess að ungbörn fengju að vera í þægilegum fötumog hreyfa sig. Reifarnar hurfu smám saman og börnin voru látin vera í þægilegum kjólum í staðinn. Foreldrarnir treystu því hins vegar ekki alveg að algjört frelsi væri gott fyrir börnin og sú venja að klæða börn í lífstykki ruddi sér til rúms meðal þeirra sem höfðu efni á slíku. Lífstykkin áttu að vera góð fyrir bakið á börnunum og tryggja fallegan líkamsburð þegar þau yrðu eldri. Bæði stúlkur og drengir voru höfð í lífstykkjum jafnvel alveg frá fæðingu. Við upphaf 18. aldar þótti við hæfi að klæða ung börn í föt sem samræmdust tísku fullorðinna kvenna. Bæði stúlkur og drengir voru látin vera í kjólum og lífstykkjum þangað til þau voru orðin um það bil fimm ára gömul. Þá fengu drengirnir fyrstu buxurnar sínar en stúlkurnar héldu áfram að vera í kjólum og lífstykkjum. Síðari hluta aldarinnar breyttist tískan og í stað smærri útgáfu af fullorðinsfötum voru börnin klædd í þægilegri hvíta bómullarkjóla. Þótt snið kjólanna breyttust með tískunni hélst þessi hefð svo til óbreytt fram til byrjunar tuttugustu aldar. Bæði drengir og stúlkur voru klædd í hvíta bómullarkjóla fyrstu tvö til þrjú æviár sín. Þó að fólk héldi í gamla daga að lífstykki væru góð fyrir bakið hefur síðar komið í ljós að þau geta valdið töluverðum skaða. Þetta átti sérstaklega við um þétt reyrð lífstykki unglingsstúlkna og fullorðinna kvenna. Rifbein þeirra gátu skaddast, lungun skemmst og innri líffæri færst úr stað. Getur þú ímyndað þér hvernig hefur verið að ganga daglega í lífstykki? Gæti verið að einhver föt sem eru í tísku núna væru skaðleg heilsunni? reifar : lengjur úr dúk eða líni sem ungbörn eru vafinn í lífstykki : nærfatnaður með teinum reimaður fast að maga, mitti og mjöðmum Efst: Sigrún Gestsdóttir með fyrstu börn sín og Stefáns Eiríkssonar. Tvíburarnir, stúlka og drengur, eru klæddir í eins kjóla. Myndin er frá 1899. Miðja: Málverk af Lúðvík 15. ungum sem var konungur Frakklands 1715–1774. Myndin er máluð þegar hann er um tveggja ára. Neðst: Lífstykki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=