Ég, þú og við öll

12 Tvískiptur heimur Tvíburunum Erlu og Ágústi var boðið sínu í hvort níu ára bekkjarafmælið. Mamma þeirra fylgdi þeim í leikfangabúðina og lét þau hvort fá sinn þúsundkallinn. Leikfangabúðinni var skipt í tvo hluta; bleikan og bláan. Í bleiku hillunum voru dúkkur af öllum stærðum og gerðum, leikfangamatur og -heimilistæki, bangsar og snyrtidót. Í bláu hillunum voru ofurhetjur, púsl, kubbar, bílar, allskyns sjóræningjar, drekar, kúrekar og risaeðlur. Tvíburarnir stundu. Þau áttu engin sérstök stelpu- eða strákaleikföng heima heldur áttu þau allt sitt dót saman og voru vön að leika sér með alls konar dót. Þeim þótti þessi skipting í búðinni leiðinleg og óréttlát. Það var eins og verið væri að segja þeim að sumt dót væri bara fyrir stelpur og annað fyrir stráka. Hvað finnst þér um svona skiptingu í strákadót og stelpudót? Hvernig heldur þú að þessi skipting gæti tengst hugmyndum um eðli kynjanna? Hvaða hugmyndir hefur þú sem gætu breytt þessum tvískipta heimi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=