Ég, þú og við öll

8 Á næstu blaðsíðum bætum við nokkrum hugtökum í safnið okkar. Við þurfum þessi hugtök til að geta talað saman um samfélagið og jafnrétti. Hvað er kyn? Í upphafi meðgöngu þroskast öll fóstur eins. Á sjöttu viku meðgöngunnar byrja æxlunarfærin að þroskast á mismunandi vegu eftir því hvert líffræðilegt kyn barnsins verður. Líffræðilegur munur á kynjunum felst í líkamsstarfsemi, líkamsbyggingu og líkamlegu atgervi. Hugmyndir fólks um hlutverk og hegðun kynjanna eru kallaðar kyngervi. Kyngervi er félagslega mótað og breytilegt eftir því hvar og hvenær einstaklingurinn fæðist. Það þótti til dæmis karlmannlegt að vera í háhæluðum skóm við hirð Lúðvíks fjórtánda, sem var konungur í Frakklandi á 17. öld, en á okkar tíma þykir það kvenlegt. Það sem þykir kvenlegt eða karlmannlegt á einum stað í heiminum þykir það kannski ekki annars staðar. Í Skotlandi þykir til dæmis karlmannlegt að vera í pilsi en á Íslandi þætti það kvenlegt. Þessar hugmyndir eru hvorki réttar eða rangar heldur eru þær háðar sam- félaginu sem þær spretta úr. Kyngervi er ekki líffræðilegt heldur félagslegt. Kynhneigð er það sem stýrir því af hvaða kyni fólkið er sem við verðum ástfangin af. Kynhneigð ermismunandi eftirmanneskjum. Sumir verða ástfangnir af fólki af gagnstæðu kyni (gagnkynhneigð), aðrir af fólki af sama kyni (samkynhneigð) og fyrir suma skiptir kynið ekki máli (t.d. tvíkynhneigð). Sumu fólki finnst það vera í röngum líkama og sumir vilja láta leiðrétta kyn sitt (transfólk). Það er hins vegar ekki endilega tengt kynhneigð fólksins. Hvað dettur þér í hug sem þykir kvenlegt? En karlmannlegt? Kyngervi Lýsir hugmyndum fólks um hlutverk og hegðun kvenna og karla í tilteknu samfélagi. Kynhneigð Segir til um það af hverjum við verðum ástfangin. Kyn Vísar til líffræði- legra einkenna karla og kvenna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=