Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 99 VERKEFNIÐ • Ljósi er beint að fyrirmynd þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. Nemendur standa við trönur eða sitja í stól með spjald í fanginu. • Nemendur leggja krít, kol eða grafít-staut flatt niður á pappírinn og draga eftir teiknifletinum. Þeir teikna birtu- og skuggafleti fyrirmyndar og gefa þeim viðeig- andi lögun og tón í anda Seurats. Þeir geta byrjað á að teikna útlínur laust og létt, metið stærðir og hlutföll og notað til þess mæli-aðferðir, sjá verkefni 1.9, en þurrka þær út smám saman um leið og þeir teikna svæðin sem að þeim liggja. Reyndir nemendur geta sleppt því að teikna útlínur fyrst og teiknað eingöngu svæði í mis- munandi tónum. • Nemendur píra augun til að greina birtu og skuggafleti betur og byrja á að teikna stærstu skuggafleti. Þeir geta skilið pappírinn eftir auðan þar sem mest birta er. • Nemendur kortleggja smám saman fleiri svæði og gefa þeim viðeigandi tóna sem allir hafa áferð úr grunninum. • Ákveðin ónákvæmni er óhjákvæmileg með þessari aðferð og það er allt í lagi. Það getur bæði aukið á einbeitingu og gefið teikningunni líf. Nemendur geta notað hnoð- leður eða strokleður til að leiðrétta og/eða lýsa án þess þó að stroka áferðina alveg burt. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að bæta stuttum línum í allar áttir í teikninguna í viðeigandi tónum til að auka á tilfinningu fyrir orku í ljósinu. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Lýsa teikningarnar orkunni í ljósinu? Er orka á fleiri stöðum en björtustu birtuflötum? • Skiptir áferð teikniflatar máli? Hvernig? • Skiptir beiting teikniáhalds máli? Hvernig? • Er eitthvað líkt með teikningunni og impressjónísku málverki? Hvað gerir það að verkum? Mynd 3.7.2 Teiknað með flötu koli á maskínupappír festan á masonítplötu með áferð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=