Ég sé með teikningu
98 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • leikni nemenda í að greina mismunandi lögun og tóna birtuflata á fyrirmynd og yfirfæra þá á teikniflöt • þekkingu og skilning nemenda á eðli birtu eða orkunni í ljósinu • eftirtekt nemenda eftir áhrifum mis- munandi efna, áhalda og aðferða á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. nemendur til skiptis, stórir vasar, flöskur, mynda- styttur, flöskur eða uppstoppuð dýr. • Þurrkrít, rauðkrít, kol eða grafít- stautar. • Pappír með grófri áferð s.s. pastel- pappír, að minnsta kosti af stærð- inni A3, helst stærri. Leggja má pappír án áferðar á undirlag með grófri áferð, masonítplötu eða valborð til dæmis. Í teikningu Georges Seurat Seated Boy with Straw Hat sjást engar útlínur, einungis svæði í mismunandi tónum (mynd 3.7.1). Seurat var hugfanginn af ljósi líkt og margir aðrir impressjónistar. Hann notaði pappír með grófri áferð svo svæðin verða lifandi og gefa tilfinningu fyrir orkunni í ljósinu. KVEIKJA Mynd 3.7.1 Seurat, 1883-1884, „L’Écho“ kol á grófum pappír. LEITARORÐ Georges Seurat drawings Grant Wood lithographs Käthe Kollwitz Whetting the scythe Dryden Goodwin Breathe Yoshiko Fukushima drawings ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=