Ég sé með teikningu
3. KAFLI | BIRTA 97 • Nemendur fá 3 mínútur fyrir hverja teikningu. Skipt er um fyrirmynd eða hún færð til, ljósið er stillt og önnur teikning unnin á sama hátt. Þetta er endurtekið allt að 15 sinnum. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að vinna verkefnið með vinstri hönd og á styttri tíma. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna einnig útlínur með fínu hvítu teikni- áhaldi líkt og í verkefni 3.3. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að greina lögun birtuflatanna? Hvernig gekk að teikna þá með fingrunum? • Truflaði það eða hjálpaði til við einbeitingu að teikniferlinu? • Var þetta líkt/ólíkt því að teikna með svörtu á hvítan pappír? Útskýrðu? • Er auðveldara/erfiðara að taka eftir birtuflötum en skuggaflötum? Hvers vegna? • Er munur á að teikna birtu eða skugga? Hver? • Lýsa teikningarnar birtu? Hvar er hún greinilegust og hvers vegna? • Lýsa teikningarnar þrívíðri lögun fyrirmyndarinnar? Hvar er það greinilegast? • Þarf að teikna útlínur eða skugga til að áhorfandi sjái form fyrirmyndarinnar? • Skiptir máli fyrir útkomu hvaða pappír eða efni er notað? Hvaða áhrif hefur pappírinn og efnið í þessu verkefni? Skiptir máli hvaða aðferð var notuð? Hvaða áhrif hefur hún í þessu verkefni? Skiptir máli hvaða fyrirmynd var notuð? Hvaða áhrif hafði hún? ORKA Í LJÓSI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að orkunni í ljósinu á birtu- og skuggaflötum fyrirmynda með því að teikna með flatri krít eða koli á teikniflöt með áferð. ALDURSSTIG: Unglingastig VERK EFNI 3 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=