Ég sé með teikningu
96 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, stórir vasar, flöskur, könnur, uppstoppuð dýr eða annað. • Vinnuljós eða myndvarpi. • Hvítt efni, krít, trélitur, gouache- eða akrýllitur. • Diskar fyrir blautt efni. • Svartur eða dökkur pappír af stærðinni A4 eða stærri. VERKEFNIÐ • Ljósi er beint að fyrirmynd þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist og nemendur teikna allir eftir sömu fyrirmynd. Annaðhvort standandi við trönur eða sitjandi við borð. • Nemendur hafa bunka af pappír tiltækan og hvítan gouache- eða akrýllit á diski ef blautt efni er notað. • Nemendur þekja birtufleti og reyna að líkja eins vel eftir þeim og þeir geta á þessum stutta tíma. Ef blautt efni er notað er það borið á með fingrum eða pensli. • Nemendur styðja hendinni ekki við teikniflötinn á meðan þeir teikna með pensli eða krít, í mesta lagi litla fingri. Eins og segir í Kveikju í verkefni 3.4 er jafn mikil- vægt að teikna birtu- og skuggafleti en þurfum við að teikna allt sem við sjáum á fyrirmyndum okkar? Nei, þess þarf ekki því áhorfandi getur klárað það sem vantar upp á í huga sér. Leonardo da Vinci hafði upp- götvað þetta og leyfði skuggafleti fyrirmyndarinnar og bakgrunninum að renna saman þegar hann gerði málverkið á mynd 3.6.1. en okkur finnst samt ekki að það vanti neitt á manneskjuna þegar við skoðum hana. KVEIKJA Mynd 3.6.1 Leonardo da Vinci, Jóhannes skírari, 1513-1516, olía á viðarplötu. Mynd 3.6.2 Birtufletir teiknaðir með hvítum gouache-lit og fingrum á svartan pappír. LEITARORÐ Leonardo da Vinci st John the Baptist Louisa Matthíasdóttir kindur ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=