Ég sé með teikningu

94 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. uppstoppuð dýr, hauskúpur, ávextir, grænmeti, skeljar, trjábútar, laufblöð, blóm í vasa eða potti, leirtau eða annað. • Hvítur pappír til að nota sem undirlag. • Hvítir trélitir eða þurrkrít. • Blýantar (HB-6B) grafít-stautur eða kol. • Pappír í miðtón, grár eða brúnn. Einnig má nota hvítan pappír og grunna hann með vel þynntum, gráum eða brúnum, vatnslit, akríllit eða kaffi. Einnig má nota pappír í öðrum litum í miðtón. VERKEFNIÐ • Nemendur setja litlar fyrirmyndir á hvítt undirlag nálægt sér og lýsa á þær með borð- lampa þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. • Vinnuljósi er beint að stærri fyrirmyndum og þá teikna allir nemendur eftir sömu fyrirmynd standandi við trönur eða sitjandi við borð. • Nemendur teikna útlínur formsins og kastskuggans laust og létt og meta stærðir og hlutföll. Þeir þekja dekkstu skuggafletina með dökka efninu, ljósustu birtufletina með hvíta efninu og skilja pappírinn eftir auðan fyrir miðtón. • Þeir kortleggja smám saman nákvæmar tóna og lögun birtu- og skuggaflata. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. Mynd 3.5.2 Frá vinstri til hægri: Teikningar eftir Leonardo da Vinci, Gustav Klimt, Albrecht Durer og David Hewitt Mynd 3.5.3 Dekksti skuggi teiknaður með blýanti og mesta birta með hvítri krít á gráan pappír. LEITARORÐ Juliette Aristides drawings Michelangelo Buonarroti study for the Madonna and Child Albrecht Dürer studies | Gustav Klimt white chalk ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=