Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 93 TEIKNIFLOTUR Í MIÐTÓN STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að skugga- og birtuflötum fyrir- mynda með því að teikna á pappír í miðtón, skuggafleti með dökku efni og birtufleti með ljósu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi. • leikni nemenda í að greina mismunandi lögun og tóna birtu- og skuggaflata á fyrirmynd og yfirfæra þá á teikniflöt • eftirtekt nemenda eftir áhrifum mis- munandi efna, áhalda og aðferða á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Er eitthvað ólíkt með þessum þremur myndum? Hvað þá helst? Við fáum mismunandi afrakstur eftir því hve ljósan/dökkan pappír við notum þegar við erum að teikna. Við getum þurft að beita mismunandi teikniáhöldum eftir því hvaða pappír við veljum að nota. Á næstu síðu má sjá nokkur dæmi um teikningar þar sem pappír í miðtón hefur verið notaður, skuggar eru teiknaðir með dökku efni, pappírinn skilinn eftir þar sem miðtónn á að vera og birta er teiknuð með ljósu efni. KVEIKJA Mynd 3.5.1 T.v. Auguste Garufi Ab Urbe Condita, 2004, fyrir miðju Leonardo da Vinci, Hendur, 1474, t.h. hands. VERK EFNI 3 5 ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=