Ég sé með teikningu
92 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að bæta ofan á teikninguna með litaðri þurrkrít. • Útfærsla 4 : Yngri nemendur geta prófað þessa aðferð til að teikna og þá má gera minni kröfur um nákvæma kortlagningu birtu og skugga, stroka jafnvel út jákvæða formið eingöngu og vinna stórt. Mynd 3.4.3 Teiknað með strokleðri og pappír í kolagrunn, eftir ljósmyndum af dýrum. Lengst t.v. og t.h. er teiknað ofan á með þurrkrít. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að greina lögun birtuflatanna? Hvernig gekk að teikna þá með strokleðrinu? Truflaði það eða hjálpaði til við einbeitingu að teikniferlinu? • Er auðveldara/erfiðara að taka eftir birtuflötum en skuggaflötum? Hvers vegna? • Er munur á að teikna birtu og skugga? Hver? • Er auðveldara/erfiðara að teikna fleti en útlínur? Hvers vegna? • Lýsa teikningarnar þrívíðri lögun fyrirmyndanna? • Hvar er ljósasti tónninn en sá dekksti? Er mikill munur? • Hvað einkennir teikningarnar? Hvað er líkt og ólíkt með þeim og teikningum í verkefni 1.3 þar sem skuggafletir voru teiknaðir? • Lýstu áferðinni í birtuflötunum? Skapaðist raunsönn birta? Hverskonar stemn- ing skapast? • Urðu einhver „slys“ eða mistök? Skemma þau fyrir áhrifum eða hjálpa þau til? Geta þau verið áhugaverð fyrir áhorfanda? • Skipti máli fyrir útkomu hvaða efni og aðferð var notuð? Hvaða áhrif hafði hún? Skiptir máli hvaða fyrirmynd var notuð? Hvaða áhrif hafði hún? • Skipti máli hvernig lýsing var notuð? Hvernig hefði lýsingin getað verið öðruvísi? • Hvað finnst ykkur mikilvægast í teikningu; útlína, skuggi eða birta? Hvers vegna?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=